Breytt fyrirkomulag á maí sýningu HRFI – Verður tvöföld meistarasýning!
Sýningastjórn hefur ákveðið að bjóða upp á (tilraun) tvöfalda meistarastigssýningu hvítasunnuhelgina 23.-25. maí n.k. í Reiðhöll Fáks Víðidal.
Þetta verða tvær aðskildar sýningar sem báðar gefa íslensk meistarastig og til viðbótar ef hundur vinnur BOB eða BOS á báðum sýningum fær hann titilinn Norðurljósa Winner eða NLW-15 (má vera BOS annan daginn og BOB hinn).
Norðurljósasýningin hefst eftir að dómum lýkur á meistarastigssýningu á laugardag, sunnudag og að morgni mánudags. Ekki verður boðið upp á keppni í ræktunar/afkvæmahópum á Norðurljósasýningunni.
Dómar hefjast alla daga kl.9:00.
Áætlun fyrir tegundahópa er eftirfarandi:
Laugadagur 23.maí 2015
Meistarastigsýning grúbbur 1, 2, 3, 4, 5 & 6
Norðurljósasýning grúbbur 7, 8 & 10
Sunnudagur 24. maí 2015
Meistarastigsýning grúbbur 7, 8, 9, 10
Norðurljósasýning grúbbur 1, 3, 4, 5 & 6
Mánudagur 25. maí 2015
Norðurljósasýning grúbbur 2 & 9
Ungir sýnendur
Vinsamlega athugið að ungir sýnendur gætu verið á sama tíma og dómur í einhverjum tegundum sem tilheyra grúbbum 2 og 9.
Vinsamlega athugið að sýningastjórn áskilur sér rétt til að færa tegundahópa til ef þörf þykir eftir að skráningafresti lýkur.
Skráningu á þessa sýningu líkur 24.apríl.