Garmin og dótakassinn í Sólheimakoti!
Næstkomandi sunnudag 8. mars kynnir Þorsteinn (Steini) Friðriksson Garmin gps tæki og ólar.
Steini mun fara yfir og kenna á tækin og sýna fólki hvernig lesa á gögn frá tækjunum bæði verklega og frá skjávarpa.
Farið verður lauslega yfir búnað fyrir veiðar og veiðipróf þmt. varmadekk, sokka, brynningu, fóðrun ofl. ofl.
Ásgeir Heiðar prófstjóri í Ellaprófinu mun stýra drætti fyrir UF/OF í prófinu í kotinu.
Nú er um að gera fyrir þátttakendur að spyrjast fyrir og kynna sér hvað má og má ekki.
Eftir opna húsið verður farið út að þjálfa.
Dagskráin í kotinu hefst kl. 10, heitt á könnunni og allir að sjálfsögðu velkomnir.