Minnum á fyrirlestur með ANNE GRETE LANGELAND

tore

Fyrirlestur með ANNE GRETE LANGELAND þriðjudagskvöldið 14.október.
Hér á landi eru stödd á vegum Vorsteh deildar HRFÍ og verslunarinnar Bendis sem er sérverslun með hundavörur hjónin ANNE GRETE LANGELAND og TORE KALLEKLEIV frá Noregi, Tore hefur verið að dæma í veiðiprófi á vegum deildarinnar yfir helgina. Anne Grete sem er með „NKK’s breeder education“ og hefur ræktað hunda frá 1982 mun nk. Þriðjudagskvöld 14.október vera með fyrirlestur um ræktun og uppeldi hvolpa. Allt frá pörun, meðgöngu, fæðingu og uppeldi hvolpa. Þau hjónin eru með ræktun undir nafninu Rugdelias Kennel www.rugdelias.com og er þau margverðlaunuð fyrir ræktun sína. Markmið þeirra í ræktun er að rækta heilbrigða hunda með gott geðslag sem eru einnig góðir veiðihundar. Þó svo þau rækti veiðihunda er fyrirlestur Anne áhugaverður og ganglegur öllum ræktendum og öðru áhugafólki um ræktun hunda.
Staður og sund Þriðjudagur 14.október kl.20:00 Hótel Smári Hlíðarsmára13 (í sama húsi og verslunin Bendir er til húsa).
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangseyrir er 500.- krónur (koma með pening erum ekki með posa)

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.