Dómarakynning fyrir Royal Canin prófið.

Geir Stenmark
Geir býr í Harstad í Noregi og starfar með fólki sem á við félagsleg vandamál að stríða. Hann er mikill veiðimaður. Hann fékk sinn fyrsta fuglahund 1985 og hefur alveg síðan þá stundað veiðipróf. Áður fyrr var hann með írska seta og pointera. Nú er hann með tvo enska seta og tvo gordon seta ásamt konu sinni Kari. Kari er einnig virk í veiðiprófum og hefur m.a. átt Vorsteh og Pointer. Geir fékk dómaraskírteinið sitt árið 2009 og hefur dæmt reglulega síðan þá.

Edvard Lillegård
Edvard býr í Mo i Rana í Noregi og starfar sem framhaldsskólakennari. Hann er mikill veiðimaður. Hann fékk sinn fyrsta fuglahund árið 1972, Pointer. Í seinni tíð hefur hann verið með enska seta. Hann fékk dómararskírteinið sitt árið 2002 og dæmdi sitt fyrsta próf 2002 á Kongsvold. Hann er virkur í veiðiprófum bæði sem dómari og þátttakandi. Í dag á hann tvo hunda NJCH Ørnevatnes Wilja og fimm mánaða afkvæmi undan henni.
Edvard hefur heyrt góða hluti um Ísland og hlakkar mikið til að koma að dæma.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.