Royal Canin próf FHD verður haldið dagana 19. – 21. September. Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði og verður gist í Áfangafellsskálanum. Norðmennirnir Geir Stenmark og Edvard Lillegård dæma prófið .
Dagskrá.
19. sept. verða Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára).
20. sept. verða Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og Opinn flokkur (Hunda eldri en 2ja ára).
21. sept. verður keppt í Keppnisflokki (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF).
Prófsetning er við Áfangafellsskálann kl. 09:00 dagana 19. og 20. sept. en kl. 10:00 21. sept.
Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana og að auki verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Gisting/matur.
Áfangafellsskálann verður opnaður seinnipart fimmtudags 18. sept. Á föstudagskvöldinu er sameiginlegur villibráðar kvöldverður þar sem hugmyndin er að hver og einn komi með einhverja villibráð og verður síðan slegið upp hlaðborði að hætti hússins. Allt meðlæti er innifalið. Að öðru leyti sjá þátttakendur um mat sinn sjálfir. Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi, í skálnum er stór stofa, fullbúið eldhús, sturtur og heitur pottur. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum.
Gisting í skálanum kostar kr. 5.900,- og gildir fyrir alla dagana óháð hvort fólk verði eina eða þrjár nætur. Gistingu skal að panta hjá Daníel danielk07@ru.is. Vinsamlega leggið inn fyrir gistingu á reikning 0536-04-761745, kennitala 670309-0290 og sendið staðfestingu á danielk07@ru.is.
Skráning.
Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ( sjá nánar á www.hrfi.is) . Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer. Tiltakið skráningarnúmer hunds og leiðanda í prófinu og í hvaða flokka á að skrá í. Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 10. september. Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- og þrjá daga 9500,-