Sýningaþjálfun vegna haustsýningar HRFÍ

Haustsýning HRFÍ verður helgina 6 – 7 september og mun Vorsteh deild og Fuglahundadeild bjóða upp

á þrjár sýningaþjálfanir sem haldnar verða í húsnæði Gæludýr.is á  Korputorgi.
Fyrsta sýningarþjálfunin er núna á fimmtudaginn 21.ágúst  klukkan 18-19.

Tímarnir verða breytilegir og eru þeir eftirfarandi:

21. ágúst 18-19
28. ágúst 18-19
4. september 21-22

Hvert skipti kostar 500.- kr. og er greitt við innganginn með pening.
Gott er að vera búinn að viðra hundinn þannig að hann hafi gert þarfir sínar áður en mætt er á þjálfunina. Sýningartaumur er ekki nauðsynlegur en það getur verið gott að venja hundinn við þann taum sem á að nota á sýningunni.

Sýningarþjálfunin er fyrir hunda á öllum aldri hvort sem þeir eru að fara á haustsýninguna eða stefna á aðrar sýningar í framtíðinni, þetta er jafnframt virkilega góð umhverfisþjálfun fyrir hundana.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.