Hjónin Gunnar Gundersen og Elisabeth Flaata.
Gunnar hefur átt Vorsteh hunda frá árinu 1970.
Hann fékk dómararéttindi árið 1986.
Hann er virkur veiðimaður, kennari og dómari, hefur tekið þátt í mörgum veiðiprófum í gegum árin og náð frábærum árangri.
Þau hjónin eru vinsælir kennarar og fyrirlesarar um þjálfun, ræktun og uppeldi hunda.
Gunnar hefur verið formaður NPK og NVK. Hann var sæmdur gullmerki norska vorsteh klúbbsins á síðasta ári.
Það er mikill fengur fyrir okkur að fá þessi heiðurshjón til Íslands til að vera með námskeið og dæma í prófi fyrir okkur, endilega nýtið ykkur þetta einstaka tækifærið og takið þátt.
Kíkið endilega á heimsíðu þeirra hjóna. http://www.kennelutennavn.com