Í sumar munu Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk setter deild vera með æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum, þar sem við æfum; spor, sókn á landi og í vatni.
Fyrsta æfingin verður nk. fimmtudag 22.maí og er mæting kl.18:00 við Sólheimakot.
Þar mun vera farið í grunninn varðandi sóknaræfingar, og fáum við reyndan leiðbeinanda til leið okkur í gegnum það.
Þriðjudaginn 27.maí kl.19:00 ætlum við síðan að hittast við Hafravatn, þar munum við gera upp veturinn og fara yfir starfið sem fyrirhugað er í sumar. Setjum bát á flot og æfum sókn í vatni. Endum kvöldið síðan á kósí stund við grillið. Hvetjum alla áhugasama til mæta, það er spennandi sumar framundan og nóg um að vera.
Í sumar verða tvö sækipróf, 28.júní og síðan tveggja daga próf 12 – 13 júlí. Prófið sem var áætlað í ágúst fellur niður.