Ætlar þú að missa af norðlensku rjúpunum í góðum félagsskap?
Fuglahundadeild minnir á Kaldaprófið sem haldið verður 9-11. maí á norðlenskum heiðum í Eyjafirðinum.
Stjórn Fuglahundadeildar vill árétta að Kaldaprófið verður haldið í Eyjafirðinum en ekki á suðvesturhorninu.
Lögð hefur verið mikil vinna í undirbúning og dagskrá á svæðinu og verður enginn svikinn af því sem mætir norður og tekur þátt í helginni með félögunum.
Gistingin er á Ytri Vík í grennd við Árskógssand þar sem menn eru ekki vaktir við hanagal heldur rjúpnarop og leggjast til hvílu endurnærðir með norðlenskan hreim. Tveir dómarar dæma, einn norskur og einn íslenskur og boðið verður upp á Unghundaflokk og Opinn flokk föstudag og laugardag og svo Keppnisflokk á sunnudeginum.
Einhver misskilningur hefur verið um að þetta próf sé haldið fyrir norðan aðallega fyrir norðanmenn en prófið er haldið sem nýbreytni í prófsvæðum og samveru þátttakenda hvaðan af landinu sem þeir koma. Norðurlandið býður upp á gríðarlega skemmtileg prófsvæði allt frá Eyjafirði til Mývatnssveitarinnar. Til afþreyingar verður m.a. farið í skoðunarferð í Kaldaverksmiðjuna og haldinn verður amk. einn sameiginlegur kvöldverður.
Frekari upplýsingar gefur prófstjóri Henning Aðalmundsson í s: 840-2164
Skráningarfrestur rennur út eins og áður hefur komið fram á miðnætti miðvikudaginn 30. apríl.
Skráningarferilinn má sjá í auglýsingu neðar á síðunni.
Minnum á að skráningarfrestur í Kaldaprófið rennur út að miðnætti 30. apríl. Allt um prófið má nálgast hér
Skráningu skal senda á hrfi@hrfi.is Taka skal fram nafn hunds ásamt ættbókarnúmeri, nafni leiðanda og í hvaða flokk og hvaða dag skal skrá í. Skráning er ekki gild nema að greiðsla fylgi innan skráningarfrests. Leggja skal inn á reikning HRFÍ kt. 680481-0249, reikn.nr. 515-26-707729.
Skráningarfrestur í gistingu er sá sami og á veiðiprófið sjálft þ.e. 30. apríl. þeir sem ætla að gista vinsamlega leggið kr. 8.000,- inná 1110-26-1412, kt. 141273-4699 og sendið staðfestingu á henning@lhg.is