Kaldaprófið verður haldið dagana 9. og 10. maí opinn flokkur og unghunda flokkur en keppnisflokkur 11. maí. Skráningafrestur til miðnættis miðvikudaginn 30. apríl.
Dómarar prófsins verða Kåre Norum frá Noregi (kynning væntanleg) og Pétur Alan Guðmundsson, sem jafnframt er fulltrúi HRFÍ í prófinu.
FHD hefur fengið stóra húsið að Ytri Vík sem er stutt frá Árskógssandi til afnota ásamt tveim bústöðum. Stórahúsið tekur 16 manns í gistingu. Þar er gott eldhús, stór matsalur og setustofa. Í kjallaranum er gufa og aðstaða til að þurrka blaut föt og skó, einnig er stór heitur pottur eða kannski frekar má segja lítil sundlaug við húsið.
Bústaðirnir eru 4-6 manna og eru þeir með tveimur herbergjum og svefnlofti, eldhúsi og stofu og auk þess er heitur pottur við þá líka.
Hvetjum við alla til að halda hópinn og panta gistingu að Ytri Vík, svo að kostnaður haldist í lágmarki og stemmningin og samheldnin haldist sem best.
Áætlað er að hafa sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu þar sem menn og konur koma með sitthvað góðgæti í púkk (villibráð oþh) og fara svo að heimsækja Kaldaverksmiðjuna, sem hefur verið fastur liður hjá okkur frá upphafi. Farið verður með rútu frá Ytri Vík í Bruggsmiðjuna og að heimsókn lokinni, verður okkur ekið til baka. Bruggsmiðjan leggur til verðlaun að vanda í þetta próf og gefa okkur afslátt í skoðunarferðina. Það kostar 1500 kr. að fara í hana og eru veitingar innifaldar. Hóflegt gjald verður í rútuna.Reynt verður að halda kostnaði við gistinguna í algjöru lámarki og eftir því sem betri skráning verður, þeim mun hagstæðari verður verðið. Áætlað er að kostnaður verði í kringum 8000 kr.pr. mann, en þessi tala gæti verið örlítið breytileg. Innifalið eru þrjár gistinætur, frá fimmtudegi fram á sunnudag. Hægt er að fá uppábúin rúm fyrir hóflegt gjald.
Bókunarfrestur í hús er eins og í veiðiprófið, til miðnættis þann 30. apríl og verður að vera búið að greiða fyrir gistinguna til þess að bókunin teljist gild.
Greiða skal staðfestingargjald kr. 8000.- fyrir gistingunni á reikning prófstjóra sem er Henning Þór Aðalmundsson s:840-2164
Reikn nr. 1110-26-1412. Kt.141273-4699 og jafnframt skal senda staðfestingu á henning@lhg.is