Jørn – Tore Karlsen á í dag 3 snögghærða Vorsteh.
Hann hefur átt aðrar hundategundir og veitt mikið með þeim líka.
Hann er 43 ára og á heima í Alta í Noregi.
Hann hefur veitt með hundum í 27 ár.
Í veiðiprófi vill Jørn – Tore sjá náttúrulega veiðihæfileika hundsins, hundurinn á að leita landið með hraða, ákefð og fyrirsjáanlegum leitarslögum í leit að fugli.
Hann vill hafa hundana kjarkmikla sem taka nákvæma standa fyrir leiðanda.
Í prófinu ætlast hann til að leiðendur sýni hvor örðum tillitsemi og sportlega framkomu.
Hann hlakkar til fræðandi og spennandi prófs á Íslandi.
Vonast hann til að geta tekið út sem flesta hundategundir hér heima.
Kveðja Vorstehdeild