Vorstehpróf 4-6 apríl – breytt fyrirkomulag

Stjórn Vorstehdeildar hefur ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á næsta Vorsteh prófi með fyrirvara um að menn verði ekki mótfallnir þessari aðstöðu, annars verður prófið haldið í þeirri mynd sem áður hefur verið auglýst.

Þetta próf er nr: 501404.

Fyrra fyrirkomulag var unghundur og opinn flokkur á laugardegi og keppnisflokkur á sunnudegi.

Nýtt fyrirkomulag er, og var dregið um hvorn daginn UF eða OF myndi lenda á föstudegi eða laugardegi.

OF er á föstudeginum 4.apríl, UF verður 5.apríl og KF verður 6.apríl.

Jørn – Tore Karlsen kemur til með að dæma OF, UF og KF ásamt Agli Bergmann.

Ef almenn sátt er um þetta fyrirkomulag þá fá allir flokkar að njóta norska dómarans.

 

Kær kveðja Vorstehdeild

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.