Aðalfundur Vorstehdeildar

Einar Páll tók við verðlaunum fyrir eiganda Bendishunda Funa (UF)

 

Lárus tók við verðlaunum fyrir eiganda RW-13 Ice Artemis Arco (UF)

 

Jón Garðar tók við verlaunum fyrir RW-13 Heiðnabergs Byl (OF)

 

Jón Svan tók við verlaunum fyrir Heiðnabergs Gleypnir (OF)

Óskar Vorstehdeild þeim innilega til hamingju með árangurinn

 

Aðalfundur Vorstehdeildar var haldin í gær 20.03.2014

Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf, kosið í stjórn og stigahæstu hundar 2013 verðlaunaðir.

Út úr stjórn gengu Guðjón Snær Steindórsson og Vigfús Vigfússon og þakkar stjórn Vorstehdeildar þeim fyrir vel unnin störf.

Nýtt fólk var kosið í stjórn og þau eru Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson. Óskar Vorstehdeild þeim til innilega til hamingju með að vera komin í stjórnina.

 

Stjórnin er þá þessi: Gunnar Pétur Róbertsson, Lárus Eggertsson, Kristjón Jónsson, Díana Sigurfinnsdóttir og Jón Svan Grétarsson.

 

Önnur mál voru rædd á fundinum og bar margt á góma og fór fundurinn vel.

 

Vorstehdeild þakkar því fólki sem mætti á fundinn fyrir komuna.

 

Ársskýrlsla 2013-2014 má finna hér!

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.