Prófi í opnum flokki lokið15.3.2014 |
Opinn flokkur var prófaður í nágrenni Lyklafells í dag. Vindasamt var á prófstað og lítið um fugl. Aðeins ein fuglavinna hlaut dagsins ljós og var það enski setinn Háfjalla Týri sem landaði henni og hlaut verðskuldaða 2. einkunn og valinn besti hundur prófs. Aðrir hundar hlutu )einkunn.
Fuglahundadeild og Vorstehdeild óskar Einari Guðnasyni og Háfjalla Týra til hamingju með árangurinn og hinum óskum við góðs gengis á næstu prófum. Fuglahundadeild þakkar dómurum, prófstjóra og styrktaraðilunum Dýrheimum(Royal Canin) og Vífilfelli(Glenfiddich og Coke Cola) kærlega fyrir stuðninginn. Mynd: Vilhjálmur Ólafsson dómarnemi, Einar Guðnason og Háfjalla Týri, Pétur Alan Guðmundsson dómari. |
Unghundaflokki lokið15.3.2014 |
Prófi í unghundaflokki er nú lokið. Prófið var haldið við Langavatn í mjög skaplegu veðri. „Mökkur“ var af fugli á svæðinu að sögn prófstjóra og fengu allir hundar færi á fugli. Frábær vinna hjá unghundum í dag, fuglinn var afar laus og erfiður viðureignar en þrátt fyrir það stóðust unghundarnir allar þær freistingar sem í boði voru og sást ekki til elts allan daginn.
Einu viðukenndu fuglavinnunni náði Bretoninn Fóellu Stekkur og hlaut hann verðskuldaða 3. einkunn og valinn besti hundur prófs í UF. Fuglahundadeild og Vorstehdeild óskar Siggu og Stekk til hamingju með árangurinn og hinum sem ekki fengu einkunn gangi betur næst. Á myndinni er Sigríður Aðalsteinsdóttir og Fóellu Stekkur ásamt dómara í UF Agli Bergmann. |