Veiðiprófi FHD lokið

Ice Artemis Blökk var best í dag í unghundaflokki

 

Öðru veiðiprófi FHD er nú lokið.  Prófin voru haldin í blíðskaparveðri á Mosfellsheiði í nágrenni við Lyklafell.  Fantagóðir sprettir sáust bæði í unghunda og opnum flokki og nánast fuglar í öllum sleppum.
Í opnum flokki var Háfjalla Týri fremstur að meðal jafningja og gerði sér lítið fyrir og landaði 3 fuglavinnum í bók og hlaut verðskuldaða 1. einkunn og valinn besti hundur í opnum flokki.  Á hælum hans var enski setinn Álakvíslar Mario með eina fuglavinnur og hlaut einnig verðskuldaða 1. einkunn.  Aðrir hundar fengu ekki einkunni í opnum flokki.
Í unghundaflokki hlaut strýhærði Vorsteh hundurinn Ice Artemis Blökk ásamt Pointernum Karacanis Harpa verðskuldaða 3. einkunn og Blökk valinn besti hundur prófs í unghundaflokki.
Aðrir hundar í unghundaflokki hlutu ekki einkunn.
Vorstehdeild og Fuglahundadeild óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn.  Prófstjóra og dómurum þakkir fyrir vel unnin störf á vegum Fuglahundadeildar.
Kveðja Vorstehdeild
Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.