Nú um áramót tóku gildi nýjar veiðiprófsreglur fyrir tegundarhóp 7 og má þær nálgast hér: Veiðiprófsreglur tegundahópur 7
Við hvetjum áhugasama að kynna sér nýju reglurnar því töluverðar breytingar eru á reglunum frá þeim fyrri. Þær helstu að mati, sá er þettar ritar, lúta að breyttu fyrirkomulagi á keppnisflokki, breytingu á skilyrðum svo að hundur hljóti nafnbótina Veiðimeistari ásamt því samþykkt hefur verið að hægt sé að framvísa sækivottorði á veiðiprófi.
Mikil vinna liggur á bakvið þessar breytingar og vill Vorstehdeild koma á fram þakklæti til nefndarmanna fyrir óeigingjarnt starf. Í nefndinni fyrir FHD voru þeir Vilhjálmur Ólafsson og Egill Bergmann, frá ÍSD Guðjón Arinbjörnsson(formaður) og Bragi Valur Egilsson, frá Vorsteh deild þeir Lárus Eggertsson og Rafnkell Jónsson.
Stjórn HRFÍ samþykkti nýjar veiðiprófsreglur á stjórnarfundi 26. nóvember 2013.