Veiðipróf FHD 19. – 20. október. Skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Jón Hákon og Heiðnabergs Gáta MYND:SVAFAR RAGNARSSON

 

Veiðipróf á vegum FHD verður haldið helgina 19. – 20. október.

Á laugardeginum verður prófað í unghunda og opnum flokki en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Dómarar báða daganna verða þeir Guðjón S. Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson.

Fulltrúi HRFÍ verður Guðjón S. Arinbjörnsson og prófstjóri Vilhjálmur Ólafsson.

Mæting er báða daganna stundvíslega kl. 9.00 í Sólheimakoti.

Áhugasömum er velkomið að ganga með prófunum.

Prófið er nr: 501311 og rennur skráningarfrestur út að miðnætti sunnudagsins 13. soktóber.

Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma.

Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

 

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.