Veiðipróf Vorstehdeildar og dómarakynning

Heiðnabergs Gleipnir og Heiðnabergs Bylur

Nú styttist í vorstehprófið sem haldið verður að Úlfljótsvatni helgina 27-29 september.

Stefnt er að því að hafa unghunda og opinflokk á föstudeginum. Blandað saman unghunda og opnumflokk á laugardag auk keppnisflokk og loks keppnisflokk á sunnudeginum. Þrír dómarar eru skráðir á prófið. Tveir frá Noregi ásamt einum íslenskum. Verði mjög góð skráning í prófið á laugardeginum þá veður bætt við dómara og unghunda og opniflokkurinn aðskildir.

Búið er að fara og kanna prófsvæði  og er skemmst frá því að segja að gengið var í 3 klst með 5 hunda og var möguleiki á fuglavinnu í hverju sleppi. Því er ljóst að rjúpan ætlar að mæta.

Við hvetjum bæði menn og konur til að mæta í æfingagöngurnar á þriðjudögum og fimmtudögum svo hundar og menn mæti æfðir til leiks.

Prófið er nr: 501310

Skráningarfrestur á prófið rennur út 22. september.  Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

 

Dómarar í þessu prófi verða Gunnar og Ole

Gunnar Gundersen er búin að eiga Vorsteh frá 1970. Hann hefur þjálfað hunda í hundaskóla í Noregi.

Hann er mjög aktívur veiðimaður, dómari og tekur mjög oft þátt sjálfur í veiðiprófum.

Gunnar hefur verið formaður NPK og NVK.

 

Ola Øie er 42 ára, giftur, 2ja barna faðir.

Hann hefur átt snögghærða Vorsteh síðan 2001. Hann hefur átt 7 hunda á þessum tíma.

Hann hefur dæmt veiðipróf síðan 2009.

2011 var hundur þeirra Haugtuns DPB Fri veiðihundur óháð tegund í Noregi. Hann náði með þeim hundi 2x Noregsmeistari.

Hans rætkun heitir Haugtuns og eru tveir hundar frá þeim hér á Íslandi.

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.