(Tekið af síðu www.fuglahundadeild.is)
Dagur 1.
Fyrsta degi veiðiprófs Fuglahundadeildar er nú lokið. Prófið var haldið fyrir ofan stóra bílastæðið á Mosfelssheiði í ágætis veðri. Slangur var af fugli og höfðu allir hundar möguleika á fuglavinnu sem þeir hinsvegar nýttu misvel. Annars var árangurinn þessi:
Pointer ISFtCh. C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara 1. einkunn og heiðursverðlaun
Enskur setter Kaldalóns Doppa 3. einkunn
Breton ISCh Midtvejs XO Mætti ekki
Írskur setter Gagganjunis Von 0. einkunn
Breton Midtvejs Assa 0. einkunn
Írskur setter Fuglodden‘s Rösty 0. einkunn
Enskur setter Háfjalla Parma 2.einkunn
Dagur 2.
Nú er öðrum degi lokið á veiðihundapróf Fuglahundadeildar. Prófið var haldið á svipuðum slóðum og prófið í gær. Veður var þokkalegt og slangur af rjúpu. Einn hundur fékk einkunn og var það Pointerinn Vatnsenda Kjarval sem hlaut verðskuldaða 2. einkunn. Aðrir hundar hlutu ekki einkunn. Sérstök verðlaun voru afhent fyrir besta hund báða daganna og var það Pointerinn Vatnsenda Kara sem hreppti þau.
Opinn flokkur – Sunnudagur
Pointer ISFtCh. C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara 0. einkunn
Írskur setter Gagganjunis Von 0. einkunn
Breton Midtvejs Assa 0. einkunn
Írskur setter Fuglodden‘s Rösty 0. einkunn
Enskur setter Háfjalla Parma 0. einkunn
Pointer Vatnsenda Kjarval 2. einkunn
Dagur 3.
Keppnisflokki var startað kl. 9.00 í morgun. Veður var ágætt, rjúpur í flestum sleppum og höfðu allir hundar færi á fugli.
Eftir æsispennandi lokasprett þá landaði Pointerinn Barrentsviddas B Hardy Du Cost’ lot 1. sætinu og Enski setinn Kaldalóns Doppa hlaut 2. sætið.
Aðrir hundar fengu ekki sæti.
Kveðja Vorstehdeild