Helgina 7. – 8. September mæta 719 hreinræktaðir hundar af 86 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands.
Sýningin er haldin í Klettagörðum 6 og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.
Úrslit á báða hefjast um kl. 13:30 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara.
Vorsteh, snögghærður (15 hundar) verður sýndur kl 10:40 á laugardag og svo verður Vorsteh, strýhærður (2 hundar) sýndur kl 12:24.
Bendum við sýnendum að mæta tímanlega við hring.
Verðlaun verða veitt í öllum flokkum og gefendur að þessu sinni er Páll og Sigríður í BENDIR.IS
Vill Vorstehdeild þakka þeim kærlega fyrir flott framtak.
Áhugasömu fólki um Vorsteh-hunda er bent á að það er hægt að fylgjast með tegundinni á þessari sýningu og einnig í veiðiprófum sem fara fram um helgina á Mosfellsheiði (sjá www.fuglahundadeild.is)
Kveðja Vorstehdeild