Það var virkilega létt yfir hópnum sem lagði af stað á heiðinna í morgun.
Frábært veður og fullt af fugli á heiðinni.
Ensk setter sendi tvö lið til keppnis en Weimaraner, Vorsteh, Pointer og Írskur setter með eitt lið hvert.
Eftir virkilega skemmtilegan snúning á heiðinni stóð uppi B-lið enskra seta sem sigurvegari.
Enskur pointer hampaði öðru sætinu og A-lið enskra seta því þriðja.
Fuglahundadeild óskar öllum þáttakendum til hamingju með frábæran dag og vonandi sjá sér flestir fært að mæta í grillveisluna í kvöld, sem haldin verður í Guðmundarlundi.