Hér að neðan má sjá dagskrá hinnar mögnuðu liðakeppni sem haldin verður á laugardaginn:
„LIÐAKEPPNI FUGLAHUNDA YFIR DAGINN Á HEIÐINNI“
Nú á laugardaginn 11. maí verður lokaslúttið á vetrarstarfinu hjá deildunum í tegundarhópi 7. Haldin verður liðakeppni fuglahunda og verður mæting kl. 9:30 í Sólheimakoti. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður þ.e. 3 hundar sömu tegundar í hverju liði (og má vera einn til vara).
Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundahóp 7 með einhverjum undantekningum þó.
„GRILLVEISLA UM KVÖLDIГ
Um kvöldið verður grillveisla í Guðmundarlundi sem hefst um kl. 20 þar sem fólk kemur með eigin grillmat og drykk að eigin vali. Allir velkomnir.
————————————————-
Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og verður keppt eftir Keppnisflokksfyrirkomulagi en með þó nokkrum undantekningum á léttari nótunum.
„DÓMGÆSLA“
Úrskurðaraðilar (dómarar) verða okkar ástkæru dómaranemar Henning Aðalmundsson og Vilhjálmur Ólafsson. Verða þeir einnig teknir í „dóm“
Veitt verða viðurlög þeim sem bera gjafir á þá til að hafa áhrif á úrslit.
Þetta er skemmtun fyrir okkur öll og telja úrslit hvorki til stiga til bestu hunda né til veiðimeistara og skal ekki kynnt þannig.
„VERÐLAUN“
Verðlaun verða veitt fyrir bestu liðin og liðið í fyrsta sæti fær vegleg verðlaun m.a. 3 kassa af hinu góðkunna Egils gullöli frá Ölgerðinni að sjálfsögðu! www.olgerdin.is
Pro-pac styrkir keppnina veglega. www.snati.is
Það sem hefur vegið þyngst í keppni sem þessari og skorað hæst eru:
– Fuglavinnur
– Veiðivilji
– Eiginleikar til þess að finna fugl
– Notkun á ytri aðstæðum og hraði
Nú er ekki eftir neinu að bíða heldur setja sig í samband við Braga í síma 856 2024 og skrá sitt lið í þessa „keppni“.
Nú þegar eru sex lið búin að skrá sig, er þitt lið búið að skrá?
Áhorfendur og klapplið velkomin og allir eru velkomnir í Guðmundarlund um kvöldið.