Um næstu helgi verður haldin liðakeppni fuglahunda. Keppnin hefst á laugardaginn 11. maí og er mæting í Sólheimakot kl. 9.30. Keppnin verður með svipðuðu sniði og í fyrra þ.e. 3 hundar í liði og má hafa einn til vara. Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundarhóp 7. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og keppt verður eftir keppnisflokks fyrirkomulagi með þó nokkrum undantekningum á léttari nótunum.
Það sem hefur vegið þyngst í keppni sem þessari og skorað hæst eru:
– Fuglavinnur
– Veiðivilji
– Eiginleikar til þess að finna fugl
– Notkun á ytri aðstæðum og hraði
Nú er ekki eftir neinu að bíða heldur setja sig í samband við Braga í síma 856 20204 og skrá sitt lið í þessa „keppni“.