ATH: að skráningafrestur rennur út á sunnudag!
Roy Robertsen er 53 ára gamall norðmaður og mun dæma ásamt íslenskum dómara á veiðiprófi Írsk setter deildar 3- 5. maí.Roy býr í Tromsø ásamt konu sinni og þremur börnum.
Roy keypti sinn fyrsta fuglahund árið 1980 og var það írski setinn Taji sem hann notaði einungis til veiða.
Hann fékk sér svo pointer en sneri sér aftur að Írska setanum og hefur haldið sig við þá tegund síðan.
Í dag á hann tvo írska seta, þá Hadselaöjas Hedda og Aasrabbens Tussa en hún er einmitt nýbúin að gjóta og er ræktunarnafn hans Kennel Tårnheia. www.taarnheia.priv.noRoy notar hundana sína við veiðar, sleðadrátt o.fl.
Roy var formaðurNorsk Irsksetterklubb í áraraðir áður en hann gerðist fuglahundadómari árið 2005.Hann hefur veriðstjórnarmaður í Fuglehundklubbenes Forbund(yfirstjórn yfir fuglahundadeildunum) í 8 ár.
Roy er spenntur yfir því að koma til Íslands og er þakklátur ÍSD fyrir að hafa boðið sér að dæma.