Vegna slæmra skilyrða ásamt óhægstæðrar veðurspár fyrir norðan hefur verið ákveðið að halda Kaldaprófið sunnan heiða. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 16. apríl.
Föstudag og laugardag verður prófað í UF og OF en á sunnudeginum verður KF.
Norðmaðurinn Christian Slettbakk kemur hingað og dæmir ásamt íslenskum dómara.
Prófstjóri að þessu sinni er Henning Þór Aðalmundsson.
Helstu upplýsingar um prófið eru eftirfarandi:
19. apríl (föstudagur) Unghundaflokkur (að 2ja ára aldri) Opinn flokkur (eldri en 2ja ára)
20. apríl (laugardagur) Unghundaflokkur (að 2ja ára aldri) Opinn flokkur (eldri en 2ja ára)
21. apríl (sunnudagur) Keppnisflokkur, þátttökurétt hafa þeir hundar sem hafa fengið 1. einkunn í opnum flokki. (nái hundur 1. einkunn í fyrsta sinn í prófinu hlýtur hann sjálfkrafa þátttökurétt án greiðslu)
Bestu hundar í UF og OF verða valdir hvorn daginn í prófinu.
Hundar geta fengið heiðursverðlaun í prófinu.
Prófnúmer er 501305, fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ og rennur út frestur út sunnudaginn 14. apríl
Hægt er að skrá á skrifstofunni Síðumúla 15, S:588-5255 eða senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og gefa upp kreditkortanúmer + gildistíma eða millifæra prófgjaldið á 0515-26-707729 kt. 680481-0249
Skráningargjald er eftirfarandi:
1 dagur: kr. 4500.-
2 dagar: kr. 7000.-
3 dagar: kr. 9500.-
Vinsamlegast gefið upp nafn og ættbókarnúmer hunds sem og leiðanda, hvaða flokka og daga er skráð í.
Menn eru beðnir um að senda tilkynningu um þátttöku á henning@lhg.is