Dómarakynning
Vorstehpróf 5-7 apríl 2013
Arnfinn Holm frá Fjellhamar er 51 árs slökkviliðsmaður síðustu 25 árin. Síðustu 13 árin hefur hann verið slökkviliðsstjóri. Hans áhugamál eru veiðar með hundum í skóginum og í fjöllunum. Arnfinn er fuglahundadómari og hefur dæmt í prófum á láglendi, skóglendi og í fjöllunum. Hann hefur verið að dæma sporapróf, vatnavinnu og sækipróf. Dæmt í stórum prófum í Noregi eins og Norwegian Championchip og Cacit VK.
Kona Arnfinn er Gull meðlimur í Vorsteh klúbbnum í Noregi og einnig heiðursmeðlimur í Norska Vorsteh klúbbnum. Hún hefur dæmt sækipróf.
Þeirra ræktun heitir Kennel Røssmyra.
SV. NUCH,NJ (K ) CH Mocca er lengst til hægri og er móðir hinna tveggja Vorsteh Strýhærðu
Lengst til vinstri er NUCH (Norwegian Champion) Mattis
Minken av Røssmyra er næst móðurinni í miðjunni. Pabbi hennar er Hjortlunds Arnold frá Danmörk . 2010 var hann heimsmeistari í team competion fyrir Danmörk.
Enski setterinn er Løvåsmyras Marthe 1 prize UK í Norwegian Derby 2013.
Geir Sverdrup frá Auli í Noregi. Hann er giftur Anne og eiga þau saman þrjú börn 15-20 ára.
Geir eignaðist sinn fyrsta Vorsteh 1989 og var farið í fyrstu veiðiferðina 1990. Síðan þá hefur hann tekið þátt í mörgum prófum. Hans stærsta áhugamál er að veiða með sínum þremur hundum. Geir fékk dómararéttindi 2008 eftir að hafa verið í námi síðan 2006. Hann hefur dæmt í prófum í fjöllonum, skóginum og láglendi síðan.