Dómarakynning – Vorstehpróf 5-7 apríl 2013

Dómarakynning
Vorstehpróf 5-7 apríl 2013

Arnfinn Holm

Arnfinn Holm frá Fjellhamar

Arnfinn Holm frá Fjellhamar er 51 árs  slökkviliðsmaður síðustu 25 árin.  Síðustu 13 árin hefur hann verið slökkviliðsstjóri.  Hans áhugamál eru veiðar með hundum í skóginum og í fjöllunum. Arnfinn er fuglahundadómari og hefur dæmt í prófum á láglendi, skóglendi og í fjöllunum. Hann hefur verið að dæma sporapróf, vatnavinnu og sækipróf. Dæmt í stórum prófum í Noregi eins og Norwegian Championchip og Cacit VK.
Kona Arnfinn er Gull meðlimur í Vorsteh klúbbnum í Noregi og einnig heiðursmeðlimur í  Norska Vorsteh klúbbnum. Hún hefur dæmt sækipróf.

Þeirra ræktun heitir Kennel Røssmyra.

SV. NUCH,NJ (K ) CH Mocca  er lengst til hægri og er móðir  hinna tveggja Vorsteh Strýhærðu

Lengst til vinstri er NUCH (Norwegian Champion) Mattis

Minken av Røssmyra er næst móðurinni  í miðjunni. Pabbi hennar er Hjortlunds Arnold frá Danmörk . 2010 var hann heimsmeistari í team competion fyrir Danmörk.

Enski setterinn er Løvåsmyras Marthe 1 prize UK í Norwegian Derby 2013.

Geir Sverdrup frá Auli

Geir Sverdrup frá Auli í Noregi. Hann er giftur Anne og eiga þau saman þrjú börn 15-20 ára.
Geir eignaðist sinn fyrsta Vorsteh 1989 og var farið í fyrstu veiðiferðina 1990. Síðan þá hefur hann tekið þátt í mörgum prófum. Hans stærsta áhugamál er að veiða með sínum þremur hundum. Geir fékk dómararéttindi 2008 eftir að hafa verið í námi síðan 2006. Hann hefur dæmt í prófum í fjöllonum, skóginum og láglendi síðan.

Geir Sverdrup á veiðum

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.