Ellaprófinu lokið

Heiðnabergs Bylur von Greif Eigandi: Jón Garðar. 1. einkunn, heiðursverðlaun og besti hundur prófs.

 

Prófið var haldið í blíðskaparveðri og hreint út sagt frábæru útivistarveðri. Unghundaflokkur var prófaður við Skálafell en opinn flokkur á Heiðarbæjarbökkum.  Slangur var af fugli á báðum stöðum, sem hundarnir nýttu sér misvel.

Í unghundaflokki fékk Háfjalla Parma 1. einkunn og að auki heiðursverðlaun.

Strýhærða vorsteh tíkin Ice Artimis Blökk hlaut 3. einkunn í sama flokki.  Aðrir hundar í unghundaflokki fengu ekki einkunn.

Það má segja að opinn flokkur hafi verið dagur vorsteh systkininna Byls og Gátu.  Bæði hlutu verðskuldaða 1. einkunn og Bylur að auki heiðursverðlaun.

Írsku setarnir Von og Rösty létu ekki sitt eftir liggja og lönduðu 3. einkunn hvor um sig.

Aðrir hunda fengu ekki einkunn.

Opinn flokkur :

Gagganjunis Von                            3. einkunn

Kaldalóns Doppa                             0. einkunn

Vatnsenda Kara                              0. einkunn

Heiðnabergs Bylur                    1. einkunn, heiðursverðlaun og besti hundur prófs.

Fuglodden‘s Rösty                          3. einkunn

Heiðnabergs Gáta von Greif           1. einkunn

Unghundaflokkur:

Álakvíslar Mario                               0. einkunn

Kópavogs Myrra                              0. einkunn

Ice Artemis Blökk                             3. einkunn

Háfjalla Parma                               1. einkunn, heiðursverðlaun og besti hundur prófs.

Vorstehdeild óskar öllum þeim sem fengu einkunn í dag innilega til hamingju með árangurinn.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.