Nú stendur yfir skráning í veiðipróf FHD sem haldið verður þann 16.02.2013.
Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki.
Dómarar verða Guðjón Arinbjarnarson sem dæmir UF og Egill Bergmann sem dæmir OF.
Prófstjóri er Þorsteinn Friðriksson.
Framlengd skráningu líkur 12.02.2013. (Var 08.02.13)
Prófið verður sett í Sólheimarkoti kl 09.00.
Eins og ávallt, þá er öllum velkomið að ganga með prófinu og fylgjast með.
Hægt er að skrá með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is eða símleiðis á opnunartíma skrifstofu HRFÍ.
Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu).
Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.
Kveðja Vorstehdeild
Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu.