Mikilvægi umhverfisþjálfunar – Fyrirlestur

Anders Landin

 

Næstkomandi laugardag 9.febrúar í Sólheimakoti, stundvíslega kl:10.00 verður fyrirlestur um mikilvægi umhverfisþjálfunar.

Það verður hundaþjálfarinn Albert Steingrímsson sem mun vera með þennan fyrirlestur.

Eftir fyrirlesturinn verður video með Anders Landin um grunnþjálfun hvolpa.

Viljum hvetja alla til að mæta og ekki síst nýliða.

Heitt á könnunni 🙂

Svo verður farið á heiðina að æfa á eftir fyrirlestrinum og videoinu.

Þeir sem vilja kynna sér þetta sport, eru hjartanlega velkomnir í góðan félagsskap.

Kveðja Vorstehdeild

 

Hér er kort af leiðinni að Sólheimakoti.

Leiðin að Sólheimakoti

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.