Staðfest got á leiðinni í Noregi.

ISCh C.I.B Esjugrundar Stígur

 

KV, Steinbudalens Ats Stilla 13541/08

 

Þær frábæru fréttir voru að berast frá Noregi að  KV, Steinbudalens Ats Stilla 13541/08 er hvolpafull.

Það væri nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að notað var frosið sæði úr íslenska Vorsteh-hundinum, ISCh C.I.B Esjugrundar Stíg.

Þess má geta að þetta er ekki eina tíkin sem fær sæði úr Stíg, heldur bara sú fyrsta í röðinni.

Það er gaman að finna áhugann hjá erlendum ræktendum á Íslenska stofninum, en það sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið hér heima með okkar stofn þótt lítill sé.

Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem frosið sæði er flutt út frá Íslandi.

 

Vorstehdeild óskar Gunnari Pétri Róbertssyni og fjölskyldu, innilega til hamingju með þennan frábæra hund.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.