KV, Steinbudalens Ats Stilla 13541/08
Þær frábæru fréttir voru að berast frá Noregi að KV, Steinbudalens Ats Stilla 13541/08 er hvolpafull.
Það væri nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að notað var frosið sæði úr íslenska Vorsteh-hundinum, ISCh C.I.B Esjugrundar Stíg.
Þess má geta að þetta er ekki eina tíkin sem fær sæði úr Stíg, heldur bara sú fyrsta í röðinni.
Það er gaman að finna áhugann hjá erlendum ræktendum á Íslenska stofninum, en það sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið hér heima með okkar stofn þótt lítill sé.
Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem frosið sæði er flutt út frá Íslandi.
Vorstehdeild óskar Gunnari Pétri Róbertssyni og fjölskyldu, innilega til hamingju með þennan frábæra hund.