Undanfarnar vikur hafa vorsteh-eigendur í Noregi litið til Íslands með nýtt blóð í huga og eftir skoðun hafa þeir planað sæðingar með sæði úr ISCh C.I.B. Esjugrundar Stíg.
Stígur hefur margsannað sig, bæði á veiðiprófum með frábærum árangrum og er hann bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari á sýningum HRFÍ. Veiðiprófsárangra Stígs má sjá í gagnagrunni deildarinnar. Er Stígur nú kominn á lista sem ræktunarhundur hjá norsku Vorstehdeildinni
Vorstehdeild óskar Gunnari Pétri Róbertssyni eiganda Stígs og Svafari Ragnarssyni ræktanda Stígs til hamingju og góðs gengis með þessa blóðlínu í Noregi. Þess má geta að Stígur er bróðir ISFtCh.Esjugrundar Spyrnu sem kvaddi um daginn.
Nánar má sjá á síðu norsku vorstehdeildarinnar www.vorsteh.no og er slóðin á fyrstu plönuðu pörunina eftirfarandi:
http://www.vorsteh.no/medlem/listeParring.php?rase=354&status=1