Í dag var Keppnisflokkur haldinn í Skálafelli. Skemmst er frá því að segja að því miður náði enginn hundur sæti.
Flestir höfðu möguleika á fugli bæði sem fælingu eða makkers fælingu, einn fór of stórt og einn fór út fyrir að vera of órólegur í fugli. Þátttakendur og dómarar fengu allar gerðir af íslensku veðurfari, sól, rigningu, rok, log, slyddu, éljagang og jólasnjókomu.
Stjórn Vorstehdeildar þakkar þátttakendum, dómurum og öðrum starfsmönnum prófs kærlega fyrir þátttökuna og drengilega framkomu sem og styrktaraðilunum, Aflmarki umboðsaðila Robur, Haugen Group umboðsaðila Famous Grouse og Nordic Deli framleiðanda gæða samlokna.
Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen báðu fyrir kærar kveðjur og þakklæti fyrir sig.