Fyrsti dagur vorstehprófs færður á Suðurnes

Fyrsti dagur Roburprófs Vorstehdeildar  verður settur í Reiðhöll Mána á suðurnesjum kl. 09:00 föstudaginn 5. október

Farið er út úr síðasta hringtorginu áður en komið er að flugstöð Leifs Eiríkssonar, í áttina að Garði.  Þaðan í næsta hringtorg og er reiðhöll Mána þar sem prófið verður sett á vinstri hönd í hesthúsahverfinu.

Þátttakendur geta sameinast í bíla en verða að hafa samband innbyrðis.

Frekari upplýsingar gefur Henning Aðalmundsson prófstjóri í s:840-2164

Áhorfendur eru velkomnir.  Þátttakendur í prófinu á laugardag og sunnudag eru beðnir að fylgjast með fréttum um hvar prófið verður haldið.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.