Einn hundur náði einkunn í fyrsta veiðiprófi haustsins og var það Breton hundurinn ISCh. C.I.B. XO sem var leiddur af eigandanum Sigurði Ben. Björnssyni. XO fékk 2. einkunn í prófinu. Enginn hinna fjögurra náði einkunn en þó nokkuð var af rjúpu á svæðinu og vænir hópar. Dómarar voru Guðjón Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson sem tók myndina.
Vorstehdeild óskar Sigga Benna til hamingju með árangurinn.
Minnum á að skráningarfrestur í Áfangafellsprófið rennur út á miðnætti í kvöld. Heyrst hefur af góðri skráningu og gæsaveiðimenn sem voru við veiðar á Auðkúluheiði sáu stóra rjúpnahópa þar svo það lítur út fyrir spennandi próf.