Ágætis þáttaka er í fyrsta haustpróf ársins. Alls eru fimm hundar skráðir í opinn flokk en ekki náðist lágmarks þáttaka í unghundaflokk og fellur hann því niður. Prófið verður haldið sunnudaginn 2. sept.
Prófstjóri er Sigurður Ben Björnsson og dómarar verða þeir Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson. Fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjarnarson.
Eftirtaldir hundar eru skráðir:
Opinn flokkur:
Weimaraner Bláskjárs Skuggi
Pointer Vatnsenda Kara
Pointer Vatsenda Kjarval
Breton XO
Vorsteh Heiðnabergs Gáta von Greif
Prófið verður sett stundvíslega kl. 11:00 í Sólheimakoti. Áhugasömum er bent á að þeim er velkomið að ganga með prófinu og fylgjast þannig með framvindu mála.
Það lítur út fyrir spennandi próf því að þó nokkuð hefur sést af rjúpu undanfarið