Skráningarfrestur í fyrsta haustprófið á fjalli rennur út um helgina.
Í þessu fyrsta prófi verða dæmdir unghunda- og opinn flokkur.
Dómarar verða Guðjón Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson.
Hægt verður að skrá á skrifstofu HRFÍ til og með föstudagsins 24. ágúst á skrifstofutíma kl. 9-13
Einnig er hægt að skrá til og með sunnudagsins 26. ágúst en þá verður að senda í tölvupósti (hrfi@hrfi.is), upplýsingar um prófnúmer, nafn hunds og ættbókarnúmer sem og nafn leiðanda í prófinu og hvaða flokk taka á þátt í. Einnig skal innan sama frests millifæra á reikning Hundaræktarfélags Íslands:
0515-26-707729 kt. 680481-0249 kr. 4500.- fyrir hvern hund. Sendið kvittun á hrfi@hrfi.is
Prófnúmer er 501209
Athugið að mögulegt er að opinn flokkur fari fyrir ofan girðingu og er von á sauðfé þar og er það á ábyrgð eigenda hunda sem þátt taka.
Frekari upplýsingar veitir prófstjóri, Sigurður Benedikt Björnsson í s: 660-1911
Minnum á æfingagöngurnar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 frá Sólheimakotsafleggjaranum.