Í dag var seinni dagur sækiprófs Vorstehdeildar. Milt veður var og lítill vindur í byrjun en hægur andvari er leið á daginn. Í lok dags voru grillaðar pylsur fyrir verðlaunaafhendingu. Úrslit dagsins voru:
Unghundaflokkur:
Háfjalla Parma: 1. einkunn og besti unghundur
Opinn flokkur:
Þúfa: 1. einkunn og besti hundur í opnum flokk
Bláskjárs Skuggi: 1. einkunn
Zetu Jökla: 2. einkunn
Tveir unghundar mættu ekki og aðrir fengu ekki einkunn.
Besti unghundur helgarinnar var Háfjalla Parma og besti hundur í opnum flokki var Bláskjárs Skuggi og fengu þau farandbikara gefna af stjórn Vorstehdeildar, til varðveislu í eitt ár.
Snati.is umboðsaðili ProPac hundafóðurs veitti vegleg verðlaun í prófinu, umboðsaðili Famous Grouse whiskey gaf bestu hundum og dómara Black Grouse og Veiðiheimur gaf eigendum bestu hunda gæsaveiðileyfi. Er styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir þeirra hlut í prófinu.
Vorstehdeild þakkar starfsmönnum prófs, þeim Svafari Ragnarssyni dómara, Agli Bergmann og Þorsteini Friðrikssyni starfsmönnum sem og Gunnari Pétri Róbertssyni og Lárusi Eggertssyni prófstjórum kærlega fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu hundasportsins.
Deildin þakkar leiðendum drengilega framkomu og óskar einkunnahöfum til hamingju með árangrana.
Minnum á að æfingagöngur byrja strax í næstu viku fyrir haustprófin. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum og verða auglýstar betur síðar.