Úrslit fyrri dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar

Mjög góð stemmning var á fyrri degi sækiprófs Vorstehdeildar.  Þoka var í byrjun dags og mjög hægur andvari en bætti aðeins í vind er líða tók á daginn sem betur fer þar sem sólin skein og heitt var á hunda og menn.  Svafar Ragnarsson dómari dæmdi bæði unghunda og opinn flokk.  Úrslit urðu eftirfarandi:

Unghundaflokkur:

Háfjalla Parma: 1. einkunn  og besti unghundur.  Eigandi Kristinn Einarsson/Leiðandi Daníel Kristinsson

Holtabergs Atlas: 2. einkunn.  Eigandi og leiðandi, Gunnlaugur Már Briem

Opinn flokkur:

Bláskjárs Skuggi: 2. einkunn og besti hundur í opnum flokki.  Eigandi og leiðandi,  Arnar Hilmarsson

C.I.E. ISCh. Zetu Jökla: 2. einkunn. Eigandi og leiðandi, Pétur Alan Guðmundsson

Yrja: 3. einkunn. Eigandi og leiðandi, Lárus Eggertsson

Þúfa: 3. einkunn. Eigandi og leiðandi, Guðjón Sigurður Arinbjörnsson

Aðrir fengu ekki einkunn.  Stjórn Vorstehdeildar óskar einkunnahöfum til hamingju, þátttakendum þökkuð drengileg þátttaka og starfsmönnum prófs er þakkað sérstaklega fyrir frábært sjálfboðastarf.  Styrktaraðilarnir, Pro Pac og Famous Grouse fá þakkir fyrir gjafir og verðlaun.

Eftir prófið var grillveisla í boði Vorstehdeildar.

Mæting sunnudagsmorgun, annan dag prófs hefur verið seinkað um klukkustund og er mæting kl. 09:30 við Hvaleyrarvatn.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.