Sækipróf FHD verður sett kl. 09:00 í Sólheimakoti laugardaginn 23. júní. Við hvetjum áhugasama að koma og fylgjast með hvernig prófið fer fram. Dómari er Svafar Ragnarsson og Haukur Reynisson prófstjóri.
Fjórir hundar taka þátt í unghundaflokki og fimm í opnum flokki.
Í unghundaflokki fara hundar í sókn í vatni og leita/sækja með einum fugli
í opnum flokki fara hundar í sókn í vatni, leita/sækja með tveimur fuglum og fara spor.
Áhorfendur eru velkomnir en minnt er á að gott er að hafa með sér flugnanet og jafnvel kíki. Hafið með ykkur nesti.
Prófinu verður slitið í Sólheimakoti með pylsuveislu.
Í unghundaflokki tekur þátt strýhærði vorstehhundurinn Kragborg Mads og í opnum flokki strýhærða tíkin Yrja og snögghærða tíkin ISCh. CIB Zetu Jökla
Þátttökulistann í prófinu má sjá neðar á síðunni