Í kvöld verður farið hnitmiðað í vatnavinnu þar sem fugli verður kastað frá bát og líkt eftir prófi. Einnig er stefnt að því að fara í leita/sækja og spor. Þeir sem tök hafa á eru beðnir um að hafa með sér máfa eða rjúpu.
Mæting er við Sólheimakotsafleggjarann kl. 19 þaðan sem farið verður að Hafravatni. Þessar sækiæfingar eru sérsniðnar fyrir þá sem hafa hug á að fara í sækiprófin í sumar eða síðar og þá vilja kynna sér hvernig þau fara fram.
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir með eða án hunda. Munið eftir flugnanetunum!