Liðakeppnin er leikur við lok vorannar fuglahundafólks, dómarar eru leikmenn og reglur aðrar en í prófum. Þetta er að gamni gert fólki og hundum til skemmtunar og engin úrslit fara í gagnagrunna hundanna.
Það voru pointerar sem unnu liðakeppnina í gær annað árið í röð, ensk setter í öðru sæti og írsk setter í því þriðja . Vorstehliðunum gekk ekki nógu vel og komst hvorugt áfram í úrslitakeppnina. Góð stemmning var hjá hópnum sem endaði með grillveislu um kvöldið. Til hamingju verðlaunahafar
Skipuleggjendur keppninnar eiga þakkir skyldar fyrir skemmtilegan dag.