Úrslit og fréttir frá fyrsta degi Vorstehprófsins

Besti hundur prófs: Gruetjenet’s G-Ynja, leiðandi Lárus Eggertsson

Í dag föstudaginn 30.03.12 var fyrsti dagur Vorstehprófsins.  Það var hæglætisveður hlýtt og vottaði fyrir þoku og súld.

Opni flokkurinn sem var dæmdur af Guðjóni Arinbjörnssyni fór á Heiðabæjarbakkana og höfðu allir hundarnir möguleika á fugli en það var stolið stöndum og fuglum fylgt úr hlaði.  Einn hundur stóð þó af sér mótbárurnar en það var Gruetjenet’s G-Ynja, leidd af Lárusi Eggertssyni sem lauk prófi með 3. einkunn og var valin besti hundur prófs í opnum flokki.

Unghundaflokkurinn byrjaði við Lyklafellið en færði sig svo niður að tönkum. Nokkuð var af fugli og þó meira niðri við tankana. Dómari var norðmaðurinn Alfred Örjebu.  Það var Vatnsenda Kara leidd af Ásgeiri Heiðar sem hlaut 1. einkunn og var valin besti hundur í unghundaflokki. Vatnsenda Muggur hlaut 3. einkunn og Háfjalla Kata hlaut 3. einkunn.  Muggur og Kata voru að mæta í sitt fyrsta veiðipróf og Kata aðeins 10 mánaða.

Óskar Vorstehdeild leiðendum og eigendum til hamingju með árangurinn.  Bestu hundar í hvorum flokk fengu Belcando fóðurpoka, Famous Grouse whiskey og áletraða platta til eignar.

Á morgun laugardag verða unghunda og opinn flokkur aftur og nú dæmdir af Alfred Örjebu og Pétri Alan Guðmundssyni. Á sunnudag verður keppnisflokkur dæmdur af þeim Alfred og Guðjóni.

Vorstehdeild óskar leiðendum góðs gengis.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.