Á næsta opna húsi sem haldið verður laugardaginn 10. mars mun Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um skyndihjálp hunda. Fyrirlesturinn hefst kl. 9.30 og verður bakkelsi á boðstólnum. Að fyrirlestri loknum verður spjallað og spekúlerað og skundað svo á heiðina til æfinga. Þáttökugjald á fyrirlesturinn er kr. 1.000,-. sem rennur óskertur til dýrahjálpar.
Einnig minnum við á að skráningarfrestur á Ella-prófið rennur út n.k. sunnudaginn 11. mars).
Ellaprófið verður haldið 17. mars. Prófað verður í unghunda- og opnum flokki. Dómari verður Pétur Alan Guðmundsson og prófstjóri Sigþór Bragason s: 899-9787 sem veitir jafnframt allar frekari upplýsingar um prófið. Besti hundur í Opnum flokk hlýtur til varðveislu í eitt ár farandstyttuna Náttúrubarnið sem er til minningar um Erlend Jónsson veiðiprófsdómara og var gefin af félögum hans.
Eins og í fyrra þá er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFÍ og verður því að millifæra á reikning og senda kvittun í tölvupósti. Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729. Prófið er nr. 501203.
Senda skal kvittun á hrfi@hrfi.is Munið að senda allar upplýsingar um hundinn og hver verður leiðandi. Einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ til föstudagsins 9. mars.