Frá stjórn smáhundadeildar!

Við vekjum athygli á því að dagskráin hefst kl. 15.30 en ekki kl. 14 eins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Smáhundadeild býður upp á nýstárlega sýningaþjálfun (generalprufu) á Korputorgi laugardaginn 12. nóvember, sem stendur öllum tegundum til boða.

Í meðfylgjandi viðhengi eru frekari upplýsingar um generalprufuna. Generalprufan á PDF

Ef þú telur að þitt fólk hafi áhuga á að taka þátt, biðjum við þig um að láta vita, annað hvort með tilkynningu á heimasíðu deildarinnar eða gegnum póstlista, eftir því sem betur hentar.

Við bendum á að nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku gegnum netfangið smahundadeild@gmail.com og fá þátttakendur bæði skriflega umsögn um hundinn sinn frá dómaranema og um sjálfa sig sem sýnendur frá einum reyndasta sýnanda félagsins.

Glæsileg verðlaun eru í boði, en fyrst og fremst er hugmyndin sú að breyta aðeins til og hita upp á léttu nótunum fyrir nóvembersýningu félagsins.

Með kærri kveðju og óskum um gott gengi og góða skemmtun á komandi sýningu HRFÍ.

Stjórn Smáhundadeildar.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.