Greinasafn fyrir flokkinn: Forsíðufrétt

Vorstehdeild hélt ársfund 06.04.2011 í húsnæði HRFI.

Óhætt er að segja að fundurinn hafi verið mjög góður í alla staði.
Kjósa átti um 3 aðila í stjórn, en þeir aðilar sem kjósa átti um gáfu ekki kost á sér.
Þeir tveir sem áttu eftir að sitja eitt ár í stjórn sögðu sig einnig úr stjórn.

Kosin var því ný 5 manna stjórn en hún er eftirfarandi.

Gunnar Pétur Róbertsson kosin til tveggja ára

Lárus Eggertsson kosin til tveggja ára

Kristjón Jónsson kosin til tveggja ára
Jón Hákon Bjarnason kosin til eins árs
Sæþór Steingrímsson kosin til eins árs

Óskar fráfarandi stjórn Vorstehdeildar nýjum stjórnamönnum velfarnaðar og þakkar deildarfólki
innilega fyrir samferðina.

Dómarakynning.

Ola Øie – Tore Kallekleiv

Þá styttist óðum í Roburpróf Vorsteh-deildar. Eins og áður hefur komið fram koma tveir erlendir
dómarar til með að dæma prófið, báðir frá Noregi.

Þetta eru þeir Tore Kallekleiv og Ola Øie.

Tore hefur dæmt hér á landi tvisvar áður við mjög góðan orðstýr, en Ola er að koma hingað
í fyrsta skipti.

Tore er fæddur 1954 og er hann giftur Anne Grete Langeland og eiga þau 3 börn. Tore gegnir
yfirmannastöðu hjá Brunavörnum Bergen.
Hann eignaðist sinn fyrsta Vorsteh hund 1976 og tók fyrst þátt í veiðiprófi með 3. einkunn
í unghundaflokki 1979 með Vorsteh hundinn Kongstorps Baruk.

Tore lauk fuglahundadómaranámi 1984 og hefur hann einnig réttindi til að dæma alhliðapróf.
Hann hefur dæmt nokkur landsmót og önnur stór mót.
2010 var honum falið að dæma á heimsmeistaramóti fyrir snögghærða Vorsteh í Hollandi.

Tore var frá byrjun með í að stofna NVK, Hordalangruppen 1978. Hann hefur gegnt flestum
störfum sem þar er að finna og séð um og tekið þátt í
fjölda viðburða, sem þáttakandi, leiðbeinandi eða dómari. Tore hefur einnig ritstýrt
hundablaðinu Fuglahundurinn um árabil.

Tore er heiðursfélagi í Norsk Vorstehund klub.

Tore er mjög virtur í fuglahundasportinu í Noregi, bæði fyrir störf sín í þágu sportsins og
aðkomu sinnar að ræktun Vorsteh-hunda.

Ola Øie er 39 ára gamall, giftur Siw Øie dýralækni sem einnig er í norska Vorsteh ræktunarráðinu
og eiga þau tvö börn.

Ola hefur verið mjög virkur í fuglahundasportinu síðustu 10 ár. Hann kláraði dómarnámið fyrir
þremur árum síðan og hefur dæmt við góðan orðstýr frá því hann öðlaðist réttindi til að dæma.

Ola var um árabil heimasíðustjóri Norska Vorsteh-klúbbsins ásamt því að vera í hinum ýmsu
nefndum og ráðum.

Ola er einnig virtur ræktandi í Noregi, í dag á hann 3 Vorsteh-hunda, tveir þeirra eru í keppnisflokk,
sá þriðji er ekki nema eins árs og ekki farin að taka þátt.

Ola sagði að honum hlakkaði mikið til að koma hingað upp og dæma.

Það er líka gaman að segja frá því að

Ola tók þátt nú um helgina í NM Vinter og var það tíkin hans, Haugtun‘s DPB Fri sem tryggði liði
Vorsteh sigurinn í liðakeppninni.

Í einstaklingskeppninni sjálfri náði Fri 4. sæti sem er frábær árangur.

Það er mikill heiður fyrir okkur að fá svo reynda og góða dómara til landsins að dæma okkar hunda.
Þakkar Vorsteh-deild aðal styrktar aðila sínum Aflmark sem meðal annars flytur inn Robur hundafóður
sem margir af okkar bestu hundum eru fóðraðir á.

ATH

Aðalfundur Vorsteh deilda sem halda átti
fimmtudaginn 31. mars er frestað til
miðvikudagsins 6 apríl, sjá eftirfarandi.

Aðalfundur Vorsteh deildar verður haldinn í
húsnæði HRFI Síðumúla 15,
miðvikudaginn 6. apríl kl.20:00

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.

Venjuleg aðalfundarstörf
Kveðja.
Stjórnin

Kaldaprófið verður haldið helgina 1-3 apríl í Eyjafirði.

Á föstudegi og laugardegi verður prófað í UF og OF en á sunnudeginum
verður KF. Það verður erlendur og íslenskur dómari og prófstjóri er
Kristinn Ingi Valsson.

Gist verður við frábærar aðstæður á Ytri-Vík. Ekki er ennþá útséð hvort við
fáum stóra húsið sem við höfum verið í síðustu ár. Það skýrist fyrir helgi.

Ef það gengur ekki upp þá eru sumabústaðir sem við fáum og þar getum
við haft hundana inni, en alltaf í búrum! Eins og undanafarin ár þá gilda
ákveðnar reglur um hunda á svæðinu sem verður að fara eftir.
Hundarnir mega aldrei vera lausir, hvorki úti né inni í húsunum.

Við öll húsin er heitur pottur og grill, fyrir utan alla aðra hefbundna
sumarbústaðaaðstöðu að sjálfsögðu.
Kostnaði við gistingu verður haldið í algjöru lágmarki eða
um 7-9.000 kr pr/man fyrir 3 nætur og topp aðstöðu.
Verðið veltur á því hvað það eru margir sem skrá í prófið. Því fleiri og
því fyrr sem men skrá sig þá verður auðveldara að halda kostnaði niðri.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega prófi sem hefur
hingað til boðið uppá þægilegt magn af fugli og fjölda skemmtilegra
atvika mega gjarnan senda tölvupóst á prófstjóra prófsins Kristinn Valsson
á netfangið kvalsson@hotmail.com

Það er mjög mikilvægt að menn skrái sig sem fyrst í gistinguna svo hægt
sé að áætla kostnað og gefa hann út sem fyrst. Ekki bíða með það að
skrá ykkur fram á síðustu stundu, hvorki í prófið né í gistinguna.
Ef þið eruð búinir að ákveða að nýta ykkur gistinguna á Ytri Vík
látið þá prófstjóra vita í síma 8479039 begin_of_the_skype_highlighting 8479039 end_of_the_skype_highlighting
eða tölvupóst kvalsson@hotmail.com.

Hægt er að sjá myndir úr Kaldaprófinu frá því í fyrra á heimasíðu Enskra Seta.

Vorstehdeild vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta í Kaldaprófið og
upplifa skemmtilega stemmingu.

Jæja þá styttist í hið margrómaða Robur próf Vorsteh deildar. Robur prófið
er þriggja daga próf sem haldið er dagana 15-16-17 apríl. Prófað
verður dagana 15. og 16. apríl í unghunda og opnum flokki og svo
í keppnisflokki þann 17. apríl.

Einkunnarhlutföll í Robur prófum Vorsteh deildar hafa verið með því hæsta
sem gerist og engin ástæða til að ætla að svo verði ekki áfram.

Mikill metnaður hefur jafnan verið lagður í prófin, margir aðilar byrja löngu
á undan að finna svæði þar sem mest er af fuglinum svo allir eigi möguleika
á einkunn.

Tveir virtir erlendir dómarar koma til með að dæma Robur prófið og verður
kynning á þeim fljótlega hér á síðunni.

Aflmark er aðal styrktaraðili Vorsteh deildar. Aflmark selur meðal annars hið
þekkta hágæða hundafóður Robur sem svo mörg okkar kannast við.

Margir vinningshundar, bæði á sýningum og veiðiprófum hafa verið fóðraðir
á Robur fóðri í gegnum tíðina sem segir allt um gæðin í Robur fóðrinu.

ATH breytta veiðiprófsdaga, allir dagar færast fram um einn dag miðað við
áður auglýsta daga.

Vonum að sjá sem flesta í Roburprófinu. Próf númer er. 501105

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við prófstjóra Einar Hallsson
í síma 893-7389 begin_of_the_skype_highlighting 893-7389 end_of_the_skype_highlighting

Kveðja.

Stjórnin

AðalfundurAðalfundur Vorsteh deildar verður haldinn í húsnæði HRFI Síðumúla 15, fimmtudaginn 31. mars kl.20:00Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.Venjuleg aðalfundarstörf Kveðja.Stjórnin

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands stendur fyrir stefnumótunardegi
laugardaginn 2. apríl í veitingasal Reiðhallarinnar í Víðidal, kl.10:00-16:00.Stefnumótunardagurinn snýst um að fá félagsmenn, 3 fulltrúa frá hverri
deild, til að eiga saman góðan dag. Hugmyndin er að raða niður í 6-8 manna
hópa. Hver hópur velur sér liðsstjóra, sem skráir og heldur utan um
niðurstöður hópsins og kynnir fyrir öðrum þátttakendum. Í lok dags verður
gögnum safnað saman og unnin skýrsla sem kynnt verður á næsta
fulltrúaráðsfundi. Tilgangur fundarins er að fá góðar hugmyndir sem nýtast
vel í starfsemi félagsins. Hundaræktarfélagið býður þátttakendum upp á
súpu og brauð í hádeginu ásamt kaffi og meðlæti yfir daginn.Hver deild skipar 3 aðila á fundinn. Fulltrúar deilda geta jafnt verið
stjórnarmenn sem og aðrir félagar í viðkomandi deild.Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en 23. mars á agv@centrum.is Með bestu kveðju,f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands Valgerður Júlíusdóttir

Sýning í dag.

Óhætt er að segja að við getum verið stolt af Vorsteh hundunum okkar. Allir Vorsteh hundar sem sýndir voru í
dag fengu dóminn Exellent, bæði Strý og Snögghærðir.

Óskar Vorstehdeild öllum til hamingju með frábæran árangur. Úrslit voru eftirfarandi.

Snögghærðir Vorstehhundar.

Unghundaflokkur rakkar.

Hvammsbrekku Spori Exellent 1. Sæti í sínum flokk

Eig/rækt. Ragnar Grönvold/Sverri Tryggvason

Opinn flokkur rakkar.

Sacro Exellent, meistaraefni, vara CACIB 1. Sæti sínum flokk 2. Sæti bestu rakki tegundar

Eig/rækt. Einar Páll Garðarsson og Sigríður Oddný Hrólfsdóttir

Vinnuhundaflokkur.

Ýmir. Exellent, 1. Sæti sínum flokk, meistaraefni, meistarastig, CACIB besti rakki tegundar

Eig/rækt. Rafnkell Jónsson/Oystein Dahl

Opinn flokkur tíkur.

Zetu Cobra. Exellent, 1. Sæti í sínum flokk

Eig/rækt. Steinar Ágústsson

Vinnuhundaflokkur tíkur.

Rugdelias Qlm Lucienne. Exellent, meistarefni, meistarastig, CACIB 1. Sæti sínum flokk. Besta tíka tegundar,
besti hundur tegundar.

Eig/rækt. Einar Páll Garðarsson, Sigríður Oddný Hrólfsdóttir/Tore Kallekleiv

Strýhærðir Vorstehhundar.

Unghundaflokkur tíkur.

Ester. Exellent, meistaraefni 1. Sæti í sínum flokk 2. Besta tík tegundar.

Eig/rækt. Hreimur Garðarsson

Opinn flokkur tíkur.

Bestla. Exellent, meistarefni, meistarastig, CACIB 1. Sæti í sínum flokk, besta tík tegundar, besti hundur tegundar,
4. Sæti grúppu 7

Eig/rækt. Emil Rúnar Kárason/Hreimur Garðarsson

Nýr fuglahundadómari!Stjórn Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, hefur samþykkt Svafar Ragnarsson sem fuglahundadómara í vettvangsvinnu á fjalli fyrir tegundarhóp 7. Óskar Vorsteh deild Svafari til hamingju Vorstehdeild er ein af þeim deildum HRFI sem eiga að hjálpa til á
sýningunni um næstu helgi.Vorstehdeild óskar eftir aðstoð frá félagsmönnum. Um er að ræða að
setja niður teppi seinnipartinn á fimmtudag. Tvo vantar í dyravörslu laugardag
og sunnudag ásamt einum að setja upp og taka niður sýninguna að henni
lokinni. Margar hendur vinna létt verk og hægt að skiptast á til dæmis í
dyravörslunni. Þeir sem sjá sér fært að hjálpa til endilega sendið tölvupóst
á Einar Hallsson agv@centrum.isKveðja með von um góð viðbrögð.Stjórnin

Frábær árangur hjá Gruetjenet’s Ynju og
Gunnari Róberstssyni á veiðiprófinu um helgina.
Gruetjenet’s Ynja gerði sér lítið fyrir og landaði
1. einkunn í Unghundaflokk við erfið skilyrði,
mjög þungt færi og slæmt veður á köflum.Óskum við þeim Gunnari og Ynju til hamingju
með frábæran árangur. Þess má geta að Ynja
er innflutt tík frá Noregi úr vandaðri ræktun.
Það er frábært fyrir Vorsteh stofninn þegar svo
vel er vandað til verka eins og Ynja sannar.
Getum sannarlega verið bjartsýn á framtíðinina.Kveðja Vorstehdeild

Veiðiprófa gagnagrunnur Vorsteh-hunda

Vorstehdeild kynnir stolt nýjan gagnagrunn yfir Snögghærða Vorsteh-hunda sem tekið hafa
þátt í veiðiprófi.

Búið er að taka saman árangur allra Snögghærðra Vorsteh-hunda í veiðiprófum frá upphafi.

Fyrirmynd grunnsins er skorblöð á veiðiprófum, sem Oddur Örvar og sonur hans Orri Freyr
settu inní excel og Einar Hallsson þróaði svo áfram í þessa veru sem við sjáum hér.

Grunnurinn safnar saman í yfirlit samtölum úr veiðiprófum, það sjást meðaltöl af þeim prófum
sem hundurinn/tíkin hefur tekið þátt í. Það segir sig að þegar tilteknum lágmarksfjölda prófa
er náð eru meðaltölin farin að segja ákveðna sögu um viðkomandi einstakling.

Einnig hafa verið dregnar saman upplýsingar sem okkur finnst máli skifta, svo sem færni
viðkomandi hunds til að finna bráð og þar miðað við hundinn sem hleypur á móti í prófinu.

Einnig hefur verið reiknað út hlutfall einkunna sem viðkomandi hundur/tík nær úr þeim prófum
sem tekið er þátt í.

Gerð hefur verið tenging inná systkini sem hafa veiðiprófsárangra svo og afkvæmi.
Þetta gefur skemmtilegan samanburð og yfirsýn.

Til að tenging á milli systkina og afkvæma virki sem skildi var ákveðið að bæta við
forskeytum þar sem ekki eru ræktunarnöfn. Til dæmis þá er tík sem heitir Tara nefnd mosfells
Tara og rakki sem heitir Dímon nefndur Eski Dímon.

Þessi grunnur er eins og önnur mannannaverk, ekki fullkominn en þeir sem að honum komu
lögðu metnað sinn í að gera hann sem ítarlegastan. Það geta fundist í honum rangfærslur
og mistök sem við sem að honum unnum hefur yfirsést.
Það er ekki af vilja og vonum við að eigendur viðkomandi hunda hafi skilining þar á og hjálpi
okkur að leiðrétta það sem miður hefur farið.

Einnig er staðreynd að eitthvað vantar af gögnum í grunninn. Skorblöð frá veiðiprófum
(og sýningum) en það var fyrir tíð núverandi stjórnar sem hefur lagt höfuðáherslu á að
safna öllum gögnum og flokka til varðveislu.

Dæmi.

Hundur er skráður í keppnisflokk en það vantar fyrstu einkunnina í gögnin.

Þeir eigendur sem uppgötva að próf eru ekki tilgreind eru beðnir að ljósrita eigin gögn og
senda á Einar Hallsson, Lindarsel 12, 109 Reykjavík eða email: agv@centrum.is sem mun
þá leiðrétta og færa til betri vegar.

Ef viðkomandi er einnig búin að glata sínu afriti en veit að það vantar próf í grunninn þá er
hægt að fara á skrifstofu HRFI og ljósrita viðkomandi gögn og koma til deildarinnar eða
tilkynna til deildarinnar það sem vantar.

Við vonum að sú yfirsýn sem skapast við gegnumgang af þessum grunni verði til að
ákvarðanir við ræktun þessara hunda verði markvissari og menn gleymi sér ekki í
misskildum metnaði fyrir einstaka hunda.

Við vonum að sú vinna sem liggur hér að baki verði til að bæta ræktun Vorsteh og auka
áhuga fyrir Vorsteh-hundum

Næsta verk varðandi gagnagrunninn er að gera og tengja við þennan grunn allar
upplýsingar um sýningarárangra allra Vorsteh-hunda sem þátt hafa tekið á sýningum
Það er þó hægt að geta þess með nokkurri vissu að allir Vorsteh-hundar sem sýndir
hafa verið hér á landi hafa náð 1. Einkunn eða Exellent.

Ennfremur skrá öll afkvæmi viðkomandi hunda ef um það er að ræða. (ekki bara þau
með veiðiprófsárangur.)

Við þessa vinnu hefur líka komið margt annað áhugavert fram, eins og að skráðir
Snögghærðir Vorsteh hundar lífs og liðnir með íslenska ættbók eru 164. Af þessum
fjölda hafa 50 hundar verið myndaðir við HD eða 30% Snögghærðra Vorsteh-hunda
og eru þeir allir HD-frí sem er magnað.

Í grunninum eru núna 62 Snögghærðir Vorsteh-hundar sem segir okkur að 38% af
stofninum hefur mætt í veiðipróf.

Af þeim 62 Snögghærðu Vorsteh-hundum sem mætt hafa í veiðipróf hafa 26 náð
1. einkunn sem gerir 42% hlutfall af fyrstu einkunnum, sem verður að teljast frábær
árangur.

Af heildarskráningu Snögghærðra Vorsteh-hunda hafa 52 hundar náð einhverri einkunn
sem er 84% einkunnarhlutfall. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á að sumir
þessara hunda eru með mjög fáar skráningar í veiðipróf, eða frá einni skráningu og uppúr.

Tekið skal fram að einkunnir þeirra Strýhærðu hunda sem mætt hafa í próf eru ekki inní
þessum grunni, verið er að gera sér grunn fyrir þá Strýhærðu og mun hann koma fljótlega
inná síðuna.

Með vinsemd og virðingu,

Stjórn Vorstehdeildar

Mistök

Þau leiðu mistök áttu sér stað að rangt skjal var birt á síðunni varðandi kæru á hendur stjórnar
Vorstehdeildar

Ekki var ætlunin að nafngreina þá sem kærðu og biður stjórn Vorstehdeildar hlutaðeigandi afsökunar.
Voru fyrstu drög að bréfi send inn fyrir mistök.

Átti að vera eftirfarandi.

Úrskurður siðanefndar

Stjórn Vorstehdeildar var kærð af nokkrum aðilum fyrir meinta ólöglega kosningu í stjórn
Vorstehdeildar.

Einnig báru kærendur brigsl á þá fullyrðingu stjórnar Vorstehdeildar að stjórn deildarinnar hafi
leitað eftir úrskurði HRFI um málið.

Fóru kærendur fram á nýjan ársfund og að kosið yrði aftur í stjórn Vorstehdeildar.

Afgreiðsla siðanefndar á málinu var sú að vísa málinu frá.

Stjórn Vorsteh-deildar fagnar þessum málalokum, enda hefur það alltaf verið einlæg skoðun
stjórnar Vorstehdeildar að umræddir aðilar væru að kæra rangan aðila ef kæra ætti einhvern
á annað borð. Stjórn deildarinnar fór í einu og öllu eftir ráðleggingum HRFI varðandi ársfund
deildarinnar.

Stjórn deildarinnar harmar samt þær deilur sem upp hafa komið hjá fámennum hópi innan
deildarinnar sem smita út frá sér.

Er það von stjórnar að í nánustu framtíð muni áhugafólk um Vorsteh-hunda sameina krafta
sína og einbeita sér að okkar mögnuðu hundategund, Vorsteh og það sem er henni fyrir bestu.
Við náum mun lengra með jákvæðni að leiðarljósi.

Kveðja

Stjórn Vorstehdeildar

SÁMUR – MISTÖK Í TÖLVUVINNSLU

Vegna mistaka í tölvuvinnslu á félagaskrá HRFÍ hefur orðið ruglingur á nöfnum og heimilisföngum
félagsmanna við dreifingu á Sámi.

Vinsamlegast greiðið greiðsluseðla ykkar í heimbanka . Einnig er hægt að fá senda gíróseðla
frá skrifstofu.

Ekki þarf að endursenda Sám en þeir sem ekki fá blaðið eru beðnir að hafa samband við
skrifstofu HRFÍ .

Ný félagsskírteini fylgja með næsta Sámi. Þeir sem þurfa að fá félagsskírteini fyrr eru
vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu HRFÍ.

Félagsmenn HRFÍ eru beðnir velvirðingar á mistökunum.

Með bestu kveðju,

Dótla Elín

Hundaræktarfélag Íslands

www.hrfi.is
Sími: 588-5255 begin_of_the_skype_highlighting 588-5255 end_of_the_skype_highlighting / Gsm: 865-1646 begin_of_the_skype_highlighting 865-1646 end_of_the_skype_highlighting

Ljósmyndasamkeppni Sáms

Sámur efnir til ljósmyndasamkeppni fyrir jólatölublað Sáms sem kemur út í desember.

Þema keppninnar er „vetur“.

10 fallegustu myndirnar verða birtar í jólablaði Sáms en sú sem ber sigur úr býtum verður notuð
sem forsíðumynd blaðsins! Auk þess fær sigurvegarinn myndatöku í boði Sóleyjar Óskar
Sigurgeirsdóttur, áhugaljósmyndara (www.flickr.com/photos/soleyosk)

Skilafrestur rennur út miðvikudaginn 17. nóvember nk.

Vinsamlegast sendið myndir á netfangið auja83@gmail.com ásamt upplýsingum um hundinn á
myndinni (verður að vera ættbókarfærður hjá HRFÍ), ljósmyndara, eiganda og ræktanda.

Viltu verða góður/betri sýnandi?

Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir hafa ákveðið að fara af stað með
sýnendanámskeið þar sem áhersla er lögð á sýnandann sjálfan og hvernig hann ber sig að í
sýningarhringnum. Báðar hafa þær sýnt hunda með frábærum árangri frá unga aldri ásamt
því að þjálfa börn, unglinga og fullorðna fyrir sýningar HRFÍ.

Kynning á Auði Sif:
– Var einn af stofnendum Unglingadeildar HRFÍ og var formaður hennar frá stofnun til
ársins 2008.
– Keppti í ungum sýnendum og var fjórum sinnum stigahæsti ungi sýnandi ársins ásamt
því að vera fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni ungra sýnenda á Crufts árin 1998, 1999
og 2000 en á milli 30-40 lönd senda fulltrúa í keppnina.
Árið 1999 var hún í hópi 10 bestu en árið 2000 náði hún þeim frábæra árangri að vera
í 2. sæti í keppninni.
– Hefur verið þjálfari íslenska landsliðsins fyrir Norðurlandakeppni ungra sýnenda í 4 ár
en liðið hefur náð frábærum árangri í keppninni sem fyrst var haldin árið 2006.
– Hefur sýningarþjálfað börn, unglinga og fullorðna í 11 ár.
– Dómari í keppni ungra sýnenda. Hefur dæmt í Svíþjóð, Hollandi, Finnlandi og á Íslandi.
Þess má geta að henni var boðið að dæma úrslitakeppni ungra sýnenda í Finnlandi 2008
þar sem hún valdi fulltrúa Finnlands fyrir alþjóðlegu keppnina á Crufts 2009.
– Hefur haldið námskeið fyrir unga sýnendur í Finnlandi.
– Hefur sýnt hunda í Skandinavíu og Bretlandi. Sýndi hunda í Finnlandi sumrin 2004 og 2005.
– Hefur sótt ýmis sýnendanámskeið og ræktunarnámskeið þar sem áhersla er lögð á
byggingu og hreyfingar hunda.
– Var aðstoðarmanneskja atvinnusýnandans Hugo Quevedo þegar hann hélt námskeið
á Íslandi 2009 og 2010.
– Stefnir á dómaranám í nánustu framtíð.

Kynning á Þorbjörgu Ástu:
– Sitjandi formaður Unglingadeildar HRFÍ.
– Keppti í ungum sýnendum og var fulltrúi Íslands á heimssýningunni í Svíþjóð 2008 og
í alþjóðlegri keppni ungra sýnenda á Crufts 2009 þar sem hún var meðal 10 bestu.
– Var í landsliði Íslands í Norðurlandakeppni ungra sýnenda árin 2006, 2007 og 2008.
Náði þeim frábæra árangri að verða tvisvar í 2. sæti með liðinu og varð í 3. sæti í
einstaklingskeppninni árið 2006.
– Hefur sýningarþjálfað börn, unglinga og fullorðna í mörg ár.
– Hefur sótt ýmis sýnendanámskeið og ræktunarnámskeið þar sem áhersla er lögð á
byggingu og hreyfingar hunda.
– Hefur sýnt hunda í Skandinavíu og Kanada og unnið sem „kennel hjálp“ í báðum löndum.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
– Persónulega þjálfun hvers og eins.
– Sýnandann sjálfan og sjálfsöryggi hans í sýningarhringnum.
– Alls kyns gagnlegar þjálfunaraðferðir sem gott er að nota þegar hundur er þjálfaður fyrir
sýningar.
– Allt sem viðkemur sýningarhringnum, t.d. hraða hundsins, taumhald, uppstillingu,
tímasetningu, hreyfingu í hóp, fígúrur, borðþjálfun (fyrir smáhunda) og fleira.
– Persónulegan stíl hvers og eins.
– Í lok námskeiðsins verða allir þættir tvinnaðir saman og farið verður í gegnum allt
ferlið í heild sinni.

Námskeið fyrir stóra og millistóra hunda verður 18.-19. október nk. í reiðhöll Gusts í
Kópavogi kl. 19-21.
Fleiri námskeið verða svo eftir áramót og verða nánar auglýst síðar.

Skráning fer fram á synendanamskeid@gmail.com og þar þarf að koma fram nafn,
símanúmer, hvort viðkomandi er byrjandi eða reyndur, tegund hunds og netfang.
Athugið að aðeins 20 komast á námskeiðið.

Bestu kveðjur,
Auður
GSM: 698-7142 begin_of_the_skype_highlighting 698-7142 end_of_the_skype_highlighting
Þorbjörg
GSM: 844-0851 begin_of_the_skype_highlighting 844-0851 end_of_the_skype_highlighting

Hætt við fyrirhugað haustpróf Vorstehdeildar HRFI

Sökum ófyrisjánlegra ástæðna sér stjórnvorstehdeildar sér ekki annað
fært en að hætta við áður áætlað haustpróf sem halda átti dagana
24 – 26 sept.

Kveðja
Stjórn Vorstehdeildar HRFI

Úrslit sýningar 28.8.2010

Ungliðaflokkur rakkar.

Hvammsbrekku Brúnó – Eigandi: Guðmundur Tryggvi Sigurson / Ræktandi: Sverrir Tryggvason. Excellent
& Meistaraefni & 1. sæti í ungliðaflokk rakkar.
Hvammsbrekku Spori – Eigandi: Ragnar Grönvold / Ræktandi: Sverrir Tryggvason. Excellent & 2. sæti
ungliðaflokkur rakkar.

Unghundaflokkur rakkar.

Heiðnabergs Breki – Eigandi: Friðbjörn Benidiktson / Ræktandi: Jón Hákon Bjarnason. Excellent &
Meistaraefni & 1. sæti í unghundaflokki. & 3. sæti besti rakki tegundar.

Opinnflokkur rakkar.

Rugdelias Nmj Laki – Eigandi: Sigrún Finnsdóttir / Ræktandi: Tore Kallekleiv. Excellent & Meistaraefni
& 1. sæti í sínum flokk & 2. sæti besti rakki tegundar.

Vinnuhundaflokkur rakkar.

Ýmir. – Eigandi: Rafnkell Jónsson / Ræktandi: Öystein Dahl og Cecillie Kvien. Excellent & 3. sæti í
sínum flokk.
Zetu Krapi – Eigandi: Gunnar Bjarnason / Ræktandi: Steinar Ágústson. Excellent & Meistarastig &
1. sæti í sínum flokk & Besti hundur tegundur. CACIB
Esjugrundar Stígur – Eigandi: Gunnar Pétur Róbertsson / Ræktandi: Svavar Ragnarsson. Excellent
& 2. sæti í sínum flokk.

Ungliðaflokkur tíkur.

Gruetjenet’s G-Ynja – Eigandi: Gunnar Pétur Róbertsson & Steinþór Gunnarsson / Ræktandi:
Pål Endersen. Excellent & Meistaraefni & 2. sæti í besti tík tegundar.

Vinnuhundaflokkur tíkur.

Rugdelias QLM Lucienne – Eigandi: Einar Páll Garðarsson & Sigríður Oddný Hrjólfsdóttir / Ræktandi:
Tore Kallekleiv. Excellent & Meistarastig & Besta tík tegundar. & 2. sæti sem besti hundur tegundar.
CACIB

Vorsteh strýhærðir.

Vinnuhundaflokkur rakkar.

Nói – Eigandi: Friðrik Þór Hjartarson / Ræktandi: Hreimur Garðarsson. Excellent & 1. sæti í sínum flokki.
& Meistarastig. & Besti hundur tegundar. CACIB

Vinnuhundaflokkur tíkur.

Yrja – Eigandi: Lárus Eggjertsson / Ræktandi: Hreimu Garðarsson. Excellent & 1. sæti í sínum flokki
& Meistarastig & 2. sæti í besti hundur tegundar. CACIB

Endanlega ákveðið að fella niður alhliðaveiðipróf Vorsteh-deildar.

Við stofnun deildarinna sumarið 2008 var ákveðið að endurvekja alhliðaveiðiprófin sem höfðu þá legið
niðri um nokkurn tíma og deildin hélt sitt fyrsta veiðipróf í ágúst það ár.
Sumarið 2009 stóðu síðan bæði Vorstehdeild og FHD fyrir alhiliðaveiðiprófi.

Stjórn deildarinnar telur að ekki sé grundvöllur fyrir tveimur prófum en meiri ástæða að halda frekar
veglegt 2ja daga próf. Því hefur deildin ákveðið að fyrirhugað próf sem halda átti í
ágúst verði fellt niður. Við vonum að þessi ákvörðun verði til að betri skráning fáist í próf FHD og það
verði vellukkað.

Stjórn deildarinnar vísar að öðruleiti í bréf um sama efni sem sent var HRFI í vetur og könnun á áhuga
félagsmanna á þessu prófi sem er nýlokið.

Int N S UCh N JCh NV-06 NV-08 NV-09 Unghund GP-vinner-06
Rugdelias Nmj Lucilla var valin besta tík tegundar á heimssýningunni
sem haldin er í Kaupmannahöfn þessa dagana.

Enn bætist við glæstan feril þessarar mögnuðu tíkar, nú vann hún besta
tík tegundar á heimssýningunni, en þess má geta að þarna eru sýndir
hundar allstaðar að úr heiminum. Um 22.000 hundar eru sýndir í
heildina þannig þetta er enginn smá sýning.
Lucilla er einnig Norskur veiðimeistari.
Þess má geta að á Íslandi eru 3 hundar náskyldir Lucillu en það eru
Rugdelias Nmj Láki albróðir Lucillu, Qlm Lucienne dóttir Lucillu og
Rugdelias Kms Teitur hálfbróðir hennar.

Alhliðaveiðipróf

Stjórn Vorstehdeildar hefur ákveðið að kanna áhuga fuglahundafólks
fyrir alhliðaveiðiprófi deildarinnar. Fyrirhugað er að halda
tveggja daga alhliðaveiðipróf í fyrsta sinn hér á landi, dagana 7-8. ágúst
nú í sumar í unghunda og opnum flokki báða dagana.
Alhliðaprófsdómari frá Noregi mun dæma prófið og verður kynntur síðar
hér á síðunni.

Ástæða slíkrar könnunar er að stjórn deildarinnar telur ekki vera grundvöll
fyrir tveimur slíkum prófum, þar að segja prófi Vorstehdeildar og FHD.

Vorstehdeild hefur staðið fyrir alhliðaveiðiprófum undanfarin tvö ár með
vaxandi áhuga. Fyrsta árið voru 7. hundar skráðir og í fyrra 11. hundar.

Nú bar svo við í fyrra að FHD stóð fyrir sínu fyrsta alhliðaveiðiprófi sem
ekki var vel sótt, aðeins 5. hundar skráðir til leiks.

Ef svipaður áhugi er í ár eins og í fyrra þá gerir það samtals um 16.
skráningar í tvö próf. Í ljósi þess hefur stjórn Vorstehdeildar ákveðið
að kanna áhuga fuglahundafólks og biður alla þá sem ætla að mæta
í próf Vorstehdeildar að skrá sig hér fyrir neðan fyrir 28. Júní, svo
hægt sé að meta hvort slíkt próf myndi standa undir sér.

Undirritaður myndi skrá í vorsteh prófið

Nafn

Nafn hunds / tegund

Netfang

Þess má geta að stjórn Vorstehdeildar sendi snemma í vor erindi til sjórnar
HRFI tillögu varðandi alhliðaveiðiprófin. Það lagði stjórn Vorstehdeildar
til að FHD og Vorstehdeild myndu skiptast á að halda alhliðapróf annað
hvert ár. Þá væri öruggt að slík próf myndu standa undir sér fjárhagslega,
hægt væri að flytja inn reynda dómara frá Noregi og halda vegleg tveggja
daga próf. Vorstehdeild bauð FHD að byrja nú í sumar og Vorstehdeild
þá á næsta ári.

HRFI samþykkti þessa tillögu Vorstehdeildar en dró svo þá samþykkt til
baka nú í júní eftir að FHD mótmælti tillögunni af einhverjum ástæðum.

Eins og áður sagði hvetur stjórn Vorstehdeildar alla sem hafa hugsað
sér að mæta í prófið til að senda póst og melda sig inn. Í ljósi þeirrar
könnunar mun stjórn Vorstehdeildar taka ákvörðun um hvort
alhliðaveiðiprófið yrði haldið!

Facebook

Búið er að stofna grúppu áhugafólks um Vorsteh hunda á Facebook
sem kallast Vorsteh klúbbur.

Ekki hafa stofnendur grúppunnar haft samband við stjórn Vorstehdeildar
um samstarf heldur kosið að starfa með sérdeild Írskra Seta og safndeildar
FHD eins og stendur á heimasíðu FHD.

Grúppan stendur fyrir öflugum alhliðaæfingum alla fimmtudaga framundan.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar hér http://www.facebook.com/#!/profile.php?id=100001190792092&ref=ts

Stjórn Vorstehdeildar fagnar þessum liðstyrk, en Vorstehdeild hefur staðið
fyrir metnaðarfullum alhliða æfingum undanfarin sumur, eða allt frá
því að Vorstehdeild endurlífgaði alhliðapróf fyrir fuglahunda hér á landi.

Óhætt er hvetja alla áhugasama að mæta á þessar æfingar enda menn á
staðnum með góða reynslu sem náð hafa langt í alhliðprófum sem
haldin hafa verið og því margt hægt að læra af þeim.

Í ljósi þess, sér Vorstehdeild ekki ástæðu til að standa fyrir alhliða æfingum
í sumar, enda æfir grúppan einu sinni í viku eftir sömu forskrift og
Vorstehdeild hefur gert undanfarin ár.

Það skal þó tekið fram þar sem margir hafa haft samband við stjórn
Vorstehdeildar að þessi Facebook grúppa hefur enga tengingu við HRFI né
Vorstehdeild. Hinsvegar er alveg sama hvaðan gott kemur, eins og áður
sagði fögnum við þessum liðstyrk.

Einnig ber að þakka jákvæða umfjöllun um Vorsteh hunda á heimasíðu FHD.
Vorsteh hundurinn er vinsælastur allra grúppu 7. hunda á Íslandi
og er það sameiginlegt markmið okkar allra að svo verði um ókomin ár.

Vatnajökulsþjóðgarður

Þar sem málið varðar klárlega okkur veiðihundafólk þá setjum við eftirfarandi inná
síðuna okkar fyrir þá sem láta sig málið varða. Eftirfarandi er tekið af
http://www.f4x4.is

Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð frá okkur fólkinu í landinu.
Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í
Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um
Vatnajökulsþjóðgarð.

Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á www.f4x4.is/motmaeli og
senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Skoðið kynningarblaðið „Verjum ferðafrelsið“ sem fylgir Fréttablaðinu þriðjudaginn 22. júní og
sjáið myndir frá þessum fallegu ferðamannaleiðum sem á að loka.

Látum ekki sérhagsmunahópa og ferðaþjónustufyrirtæki komast upp með að eiga einkarétt á
fallegum ferðaleiðum. Tryggjum rétt hins almenna íslenska ferðamanns til að geta skoðað
allar okkar fallegu ferðamannaperlur. Verjum einnig rétt aldraðra, fatlaðra og barna til að geta
ferðast um landið okkar.

Einnig hægt að lesa um rökstuðning Skotreynar/Skotvis varðandi veiðar á svæðinu
hér http://www.skotvis.is/index.php?option=com_content&task=blogsection&id=6&Itemid=79

Deildarfundur
Næsti deildarfundur Vorsteh-deildar verður næstkomandi mánudag 21. júní á
skrifstofu HRFI Síðumúla 15 kl. 20:00
Dagskrá fundar.

Gagnagrunnur Vorsteh-hunda kynntur
Umræða um nýja heimasíðu deildarinnar
Umræður um alhliða veiðipróf deildarinnar
Önnur mál

Skorum á alla sem áhuga hafa á Vorsteh-hundum að mæta og tjá sínar skoðanir
og leggja sitt af mörkum í stefnu deildarinnar.

Kveðja.
Stjórnin

Ritnefnd óskar eftir fleiri pennum
Eitt af áherslum Vorstehdeildar á starfsárinu er standa betur að

heimasíðu deildarinnar. Í því sambandi er verið að hanna nýja

síðu og leita að öflugum pennum í ritnefnd til að leggja til. Þeir sem

hafa áhuga á að verða virkir í ritnefndinni eru beðnir um að hafa

samband við stjórnina.

Hvað efnistök varðar þá var gerð óformlega könnun eða talning á því hvaða
hundar koma helst við sögu í umfjöllun á vorsteh.is frá upphafi. Með Google
forritinu er einfaldlega hægt að telja slíkt á heimasíðunni. Það kemur ekki á
óvart að þeir hundar sem virkastir eru í prófum og á sýningum koma hér oftast
við sögu. Beðist er velvirðingar á því ef einhver nöfn virkra hunda hafi ekki verið
tekin með í talningunni.

Fj. Nafn
93 Yrja
61 Spyrna
61 Jökla
60 Nói
58 Stígur
55 Sacro
52 Teitur
50 Ýmir
48 Lína
42 Sasso
29 Píla
28 Krapi
26 Dímon
23 Óðinn
9 Lucienne

Alþjóðleg haustsýning HRFÍ.

Nú um helgina fer fram alþjóðlega haustsýning HRFÍ, í dag sunnudag var tegundhópur 7 sýndur. Allir Vorsteh hundarnir sem voru sýndir fengu flott umsögn, dómari var Stephanie Walsh frá Bretlandi. Snögghærður Vorsteh Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða Zeldu DNL Móri … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg haustsýning HRFÍ.

Lokadagur í Líflandspórfinu í dag.

Í dag fór fram lokadagurinn í Líflandspróf Vorstehdeildar og nú var komið að keppnisflokk. Sex hundar tók þátt. Dómarar dagsins voru Tore Chr Røed  og Pétur Alan Guðmundsson sem var jafnframt fulltúri HRFÍ. Það var norðanmaðurinn Dagfinnur Smári Ómasson sem … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Lokadagur í Líflandspórfinu í dag.

Annar dagur í Líflandsprófinu í dag.

Annar dagur af þremur í Líflandsprófi Vorstehdeildar var í dag. Í dag mættu níu hundar í opin flokk og þrír hundar í unghundaflokk. Dómari dagsins var Tore Chr Røed og fulltrúi HRFÍ var Pétur Alan Guðmundson. Ein einkunn kom í … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Annar dagur í Líflandsprófinu í dag.

Fyrsti dagur í Líflandsprófi Vorstehdeildar í dag.

Fyrsti dagur af þremur í Líflandsprófi Vorstehdeildar var í dag. Í dag mættu 7 hundar allir í opnum flokk. Það ringdi vel á menn og hunda fyrri hluta dagsins, en töluvert var af flugli og áttu allir hundar áttu möguleika … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsti dagur í Líflandsprófi Vorstehdeildar í dag.

Þátttökulisti í Líflandsprófi Vorstehdeildar nk. helgi

Föstudagur – Unghundaflokkur Arkenstone Með Allt á Hreinu – AKA – Erró – Snögghræður Vorsteh Ljósufjalla Vera – Strýhærður Vorsteh Föstudagur – Opinn flokkur Hrimlands KK2 Ronja – Breton Kaldbaks Orka – Enskur setter Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í Líflandsprófi Vorstehdeildar nk. helgi

Lokadagur í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Lokadagur í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar var haldin í dag, sunnudag. Þrátt fyrir gular og appelsinugular veður viðvaranir tókst að halda keppnisflokk. Úrslit dagsins urðu eftirfarandi. 1. sæti Bretoninn – Rypleja’s Klaki m/6 fuglavinnur, þar af 3 m/reisningu – Leiðandi Dagfinnur Smári … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Lokadagur í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Dagur tvö í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Í dag fór fram annar dagur í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar. Vond veðurspá var fyrir daginn um allt land en veður hélst þó ágætt framan af degi. Engin einkunn náðist í unghundaflokki en í opnum flokk komu eftirtaldar einkunnir í hús. Strýhærða … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagur tvö í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsti dagurinn í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsti dagurinn af þremur í Áfangafellsprófi Fuglanundadeildar var í dag. Það er skemmst frá því að segja að snögghærði Vorsteh-inn Veiðimela Cbn Klemma og Brynjar Sigurðsson lönduðu 2. einkunn í alhliðaprófi í unghundaflokki og Klemma einnig besti hundur in unghundaflokki. … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsti dagurinn í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsta heiðarpróf haustsins haldið um helgina

Fyrsta heiarpróf haustsins var haldið nú um helgina, 17 – 18 september á vegum Norðanhunda. Dómari prófsins var Guðjón Arinbjarnarson, prófsvæðið var Vaðlaheiðin. Á laugardeginum var opni flokkur og þeir sem hlutu einkunn þann daginn voru Brentonarnir, Klaki og Hríma, … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta heiðarpróf haustsins haldið um helgina

Kynning á nýju prófskema fyrir heiðarpróf

Staðið hefur yfir þýðing á nýju prófskema að undanförnu sem nú er tilbúið. Nokkrar áherslubreytingar hafa átt sér stað. Til að kynna þessar breytingar verða dómarar með kynningu fyrir félagsmenn innan deilda tegundahóps 7 á þessum breytingum miðvikudaginn 21. september … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á nýju prófskema fyrir heiðarpróf