Aðalstyrktaraðilar eru: Sportsman´s Pride – Dýrakofinn, Innes með The Famous Grouse viskí og Vikingknives (Lasermerkingar á ýmsa hluti o.fl).
Vorpróf Vorstehdeildar verður haldið daganna 11., 12. og 13. apríl 2025. Prófnúmer: 502504.
Seinasti skráningardagur er sunnudagur. 6. apríl 2025.
Dagskrá prófs:
Prófsetning verður auglýst síðar en prófað verður í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Dómarar verða:
Tore Chr Røed
Einar Kaldi Örn Rafnsson
Fulltrúi HRFÍ: Einar Kaldi Örn Rafnsson
Prófstjórar verða Jón Valdimarsson og Hafrún Sigurðardóttir. Ef það eru spurningar eða eitthvað er óljóst þá má hafa samband við Jón eða Hafrúnu á Messanger eða vorsthe@vorsthe.is.
Föstudagur 11. apríl.
Unghundaflokkur
Opinn flokkur
Laugardagur 12. apríl.
Unghundaflokkur
Opinn flokkur
Sunnudagur 13. apríl.
Keppnisflokkur
Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í UF og OF hvorn prófdag og svo verða veitt verðlaun í KF fyrir 1. sæti. Í KF geta dómarar veitt Meistarastig telji þeir hund hafa unnið til þess.
Skráning í prófið:
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502504 í skýringu á færslunni ásamt því að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is
Veiðipróf . 1 dagur- 8.000 kr.
Veiðipróf 2ja daga – 11.900 kr.
Veiðipróf 3ja daga – 15.900 kr.
Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Prófnúmer 502504
Sækibráð eða vottorð:
Sækibráð: Þáttakendur mæti sjálfir með Rjúpu, fuglinn skal vera heill og ferskur, frystur, þiðinn, eða þurrkaður og skal viðurkenndur af dómara.
Sækivottorð: Samþykkt sókn á prófi fyrir standandi fuglahunda þar sem einkunn eða umsögn staðfestir að hundurinn hafi útfært viðurkennda sókn og náð minnst 7 stigum í frjálsri leit á sækiprófi eða alhliðaprófi í OF/UF
Viðurkenning á sækibráð í KF: Þátttakandi er ábyrgur fyrir að taka með sér eigin sækibráð sem skal samþykkt af dómara (ekki hægt að nota sækivottorð í KF).
Prófstjórar áskilja sér rétt til að gera breytingar eða færa til röðun dómara eftir skráningu og fjölda hunda.
Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er sunnudagur 6. apríl á miðnætti.