Góð skráning er í prófið okkar sem er mikið gleðiefni: 12 hundar á föstudegi og laugardegi (4 unghundarflokki og 8 í opnum flokki). Svo eru 8 hundar í keppnis flokki á sunnudegi.
Prófin verða sett alla daga í Sólheimakoti kl. 9:00 og þeim slitið þar að loknu prófi hvers dags.
Skipt verður í tvo hópa, unghundahóp og svo Opin flokks hóp, og munu dómarar skipta um hóp milli daga.
Þátttöku- og ráslistar eru í meðfylgjandi myndum, en röðun var gerð með hjálp gervigreindar (ChatGPT) sem sjá má í myndböndum á facebook síðu deildarinnar.
Ef þið hafið athugasemdir eða óskir, vinsamlegast hafið samband við prófstjóra (Jón Valdimarsson) eða sendið tölvupóst á netfang Vorstehdeildar (vorsteh@vorsteh.is).
Við vonumst eftir góðu veðri, nægum fugli og góðri stemningu. Umfram allt óskum við þátttakendum velfarnaðar og góðs árangurs!
Föstudagur

Laugardagur

Á sunnudag verður svo keppnisflokkur en rásröð er dregin á prófstað.
